Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 25
SVEITARST JÓRNARMÁL 23 Leó Eggertsson hefur verið skipaður að- algjaldkeri Tryggingastofnunarinnar frá I. júní s. 1. að telja. Leó er fæddur 21. júní 1916 í Reykjavík og hóf starf hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur árið 1938. Hjá Trygg- ingastofnuninni hefur hann starfað síðan 1947, var fulltrúi í lífeyrisdeild og síðan fulltrúi í slysatryggingadeild. Nýjar stjórnir sjúkrasamlaga. Samkvæmt almannatryggingalögum skal skipa og kjósa stjórnarmenn sjúkrasam- laga þegar að loknum almennum sveitar- stjórnarkosningum. Skipar ráðherra for- mann og varaformann að fengnum tillög- um tryggingaráðs, en sveitarstjóm kýs til viðbótar tvo eða fjóra menn í stjórnina og jafnmarga til vara. Væntanlega verður síðar í sumar birt liér í ritinu skrá um hina nýskipuðu formenn sjúkrasamlaga. r------------------------------v TRYGGINGATÍÐINDI V______________________________- Læknasamningar sjúkrasamlaga utan Reykjavíkur. í síðasta hefti var greint frá samningum Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Læknafélags Reykjavíkur, sem gilda frá 1. apríl s.l. Hins vegar var þá ekki lokið samningum Trygg- ingastofnunarinnar við læknasamtökin, þótt samkomulag liefði náðst í öllum meg- inatriðum. Samningur milli Tryggingastofnunar- innar f. h. sjúkrasamlaga á Akranesi, Akur- eyri, Hafnarfirði, ísafirði, Keflavík, Njarð- víkum, Selfossi, Siglufirði og Vestmanna- eyjum og Læknafélags íslands f. h. lækna starfandi á j^essum stöðum var undirritað- ur 25. apríl. Helztu breytingar frá fyrri samningum eru þær, að gert er ráð fyrir, að hið fasta árgjald fýrir heimilislæknis- störf hækki í þremur áföngum, 1. janúar árin 1963—1965 og verði frá 1965 jafnt gjaldi þessu í Reykjavík, og í stað greiðslu frá samlagi fyrir hverja nætur- og helgi- dagsvitjun kemur nú aftur fast árgjald á hvern samlagsmann fyrir þessa jDjónustu. Að öðru leyti er samningurinn í samræmi við ákvæði bráðabirgðasamkomulagsins fyrir fyrstu Jorjá mánuði ársins og jrær breytingar, sem frá jjví voru gerðar í Reykjavík. Samningur Tryggingastofnunarinnar við L. R. um sérfræðilæknishjálp á vegum sjúkrasamlaga utan Reykjavíkur, Kópa- vogs og Seltjarnarness var undirritaður 21. júní. Með honum er gerð sú breyting frá bráðabirgðasamkomulaginu, að allar greiðslur fara nú eftir gjaldskrá L. R. frá

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.