Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 8
6 SVEITARST J ÓRNARMÁL Skýrsla formanns á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenzkra sveitarfélaga 6. apríl 1962. T~iRÁ því síðasti fundur í fulltrúaráðinu var haldinn, dagana 7.—11. febrúar 1961, hafa tuttugu sveitarfélög óskað eftir aðild að Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. Er það meiri fjölgun en verið hefur áður á einu ári í síðari tíð. Er þetta að nokkru leyti árangur af bréfi, sem sent var til odd- vita þeirra sveitarfélaga, sem ekki voru í sambandinu, ásamt handbók um starfsemi sambandsins, sem gefin var i út snemma á seinasta ári. Stjórn sambandsins hefur sam- þykkt upptökubeiðni þessara sveitarfélaga, en landsþing, sem haldið verður á næsta ári, þarf að staðfesta aðildina. Sveitarfélögin, sem gerzt hafa aðilar að sambandinu, eru talin upp í fundargerð fulltrúaráðsfundarins. í sambandinu eru nú 13 kaupstaðir og 148 hreppsfélög af 214 á öllu landinu. Eru þá enn utan samtakanna 66 hreppar og ber að vinna að því, að Jreir gangi í sambandið og væri æskilegt, að öll sveit- arfélög landsins yrðu orðin aðilar að því fyrir næsta landsþing. » Samskipti við erlend sveitar- félagasambönd. Samskipti við sveitarstjórnasambönd annarra ríkja og Alþjóðasamband sveitar- félaga er vaxandi þáttur í starfi sambands- ins. Alþjóðasamband sveitarfélaga (IULA) hélt jjing sitt í Washington dagana 12.—14. júní 1961. Fyrirhugað var, að formaður sam- bandsins sækti þingið, en af ]m gat ekki orðið sökum veikinda. Sveitarstjórnarþing Evrópu hélt fjórða fund sinn í Strassborg dagana 21.—24. marz s.l. Til fundarins fóru af hálfu sambandsins þeir Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri x Hafnarfirði, tilnefndur af utanríkisráðu- neytinu, og Páll Líndal skrifstofustjóri borgarstjórans í Reykjavík, tilnefndur af boigarstjórn Reykjavíkur, en foimaður sambandsins, sem einnig á sæti á þinginu, gat ekki komið jrví við að sækja fundinn af sömu ástæðu og fyrr greinir. Sveitar- stjórnarþingið er nú orðin föst og viður- kennd stofnun, sem mun halda fundi ann- að hvert ár framvegis. Noriæna sveitarstjórnarnámskeiðið árið 1961 var haldið í bænum Tammerfors í Finnlandi dagana 24. til 30. júlí. Var um Jretta tilkynnt í Sveitarstjórnarmálum, en enginn sveitarstjórnarmaður gaf sig fram, sem hefði áhuga á að fara á námskeiðið. Landsþing norrænu sveitarfélagasamband- anna. Árlega berast sambandinu boð um að senda fulltrúa á jrau, en stjórnin hefur

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.