Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 16
14
SVEITARST JÓRNARMÁL
skattstjóra skýrslu um samanlögð útgjöld
sín vegna starfseminnar samkvæmt a- og
b-lið hér að framan, innan loka framtals-
írests, ella áætlar skattstjóri útgjöldin að
fenginni umsögn framtalsnefndar eða
hreppsnefndar.
Þegar sveitarstjórn hefur akveðið að nota
heimild laganna um innheimtu aðstöðu-
gjalds, skal hún tilkynna skattstjóra þá
ákvörðun sína og láta honum samtímis í té
upplýsingar um, hversu hátt gjald þetta
skuli vera af hverri tegund atvinnurekstrar
sem talin er hér að ofan (sbr. 10. gr. lag-
anna).
Tilkynning til skattstjóra skal send eigi
síðar en 15. febrúar ár hvert.
Þegar skattstjóri hefur lokið álagningu
aðstöðugjalds, semur hann skrá um að-
stöðugjald í hverju sveitarfélagi og sendir
hana þegar til sveitarstjórnar, sem inn-
heimtir gjöldin.
Undanþegnir aðstöðugjaldi eru þeir, sem
um ræðir i 29. gr. laganna, svo og skólar,
barnaheimili, sjúkrahús, elliheimili, orku-
ver til almenningsþarfa, sláturhús, mjólkur-
bú og olíufélög, sem greiða landsútsvar.
Á árinu 1962 skulu skattanefndir og
skattstjórar, þar sem þeir eru, en ekki nið-
urjöfnunarnefndir, leggja á aðstöðugjald,
og skal gjaldið miðað við útgjöld, efnis- og
vörukaup svo og fyrningarafskriftir á ár-
inu 1961. Tilkynningu þá um álagningu
aðstöðugjalds, sem getur í 13. gr. laganna,
skal senda skattanefnd eða skattstjóra eigi
síðar en 1. júlí 1962. Gjalddagi aðstöðu-
gjalds er í ár 1. september.
3. Landsútsvar.
Til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga rennur
nú eins og áður i/5 hluti söluskatts, sem
innheimtur er til ríkissjóðs samkvæmt laga-
ákvæðum þar um, og enníremur hin svo-
nefndu landsútsvör. Landsútsvör greiða:
a. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins og
Sölunefnd varnarliðseigna.
b. Síldarverksmiðjur ríkisins, Áburðar-
verksmiðjan, Sementsverksmiðja ríkis-
ins, Viðtækjaverzlun ríkisins, Lands-
smiðjan og Ríkisprentsmiðjan Guten-
berg.
c. Olíufélög, sem flytja inn olíu og olíu-
vörur og annast sölu þeirra og dreif-
ingu innanlands.
Ekkert þessara íyrirtækja eða stoínana
er því lengur heimilt að skattleggja til sveit-
arsjóðs í heimilissveit né þar sem útibú
þeirra eru. Landsútsvör greiðast til Jöfnun-
arsjóðs, þ. e. lelagsmálaráðuneytið inn-
heimtir þau.
Landsútsvör skiptast þannig, að 14 hluti
útsvars hvers fyrirtækis rennur í sveitarsjóð
þar sem tekjur fyrirtækisins eða stofnunar-
innar falla til, en 3/ hlutar renna í Jöfn-
unarsjóð og er skipt þaðan milli sveitar-
félaga á sama hátt og tekjum sjóðsins af
söluskatti.
Á árinu 1961 nam íramlag úr Jöfnunar-
sjóði 400.00 kr. á íbúa og var samtals kr.
69.954.357.00. Nú má gera ráð fyrir hækk-
un á þessu framlagi svo það nemur senni-
lega nú í ár 90—95 millj. króna.
Framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga
greiðist þrisvar á ári, 15 maí, 15. október og
15. janúar. Jöfnunarsjóður er í vörzlu fé-
lagsmálaráðuneytisins, sem hefur á hendi
allt reikningshald hans og annast úthlutun
framlaga til sveitarfélaganna.
4. tJtsvör.
Auk þeirra tekjustol'na, sem taldir hafa
verið hér að framan, koma svo útsvörin.