Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Side 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Side 16
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL Kynning sveitarstj órnar- manna HALLDÓR E. SIGURÐSSON er fæddur að Haukabrekku á Snæfellsnesi 9. sept. 1915. Foreldrar hjónin Sigurður Eggertsson skipstjóri og síðar bóndi að Suður-Bár, og Ingibjörg Pétursdóttir. Halklór lauk prófi frá héraðsskólanum í Reykholti og búfræðiprófi frá Hvanneyri. Auk Jiess stundaði hann nám við Samvinnuskólann, sem óreglulegur nemandi. Hann var bóndi að Staðarfelli í Dalasýslu frá 1937—1955, sveitarstjóri í Borgarnesi frá 15. febrúar 1955 og síðan. Halldór var formaður Ung- Halldór E. Sigurðsson. mennasambands Dalamanna um 10 ára skeið, for- maður skólanefndar húsmæðraskólans að Staðarfelli og fræðslunefndar Fellsstrandar- og Klofningsskóla- hverfis frá 1946—1955, í hreppsnefnd Fellsstrandar- hrepps 1942—1955, í hreppsnefnd Borgarneshrepps frá 1962, formaður Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1962. Kosinn Jjingmaður Mýramanna 1956 og 1959 og Jtriðji Jjingmaður Vesturlands 1959 ( í haustkosn- ingum) og síðan. Halldór E. Sigurðsson er kvæntur Margréti Gísladóttur frá Bergsstöðum í Svartárdal, A.-Hún., og eiga þau Jtrjú börn. ÓLAFUR G. EINARSSON, sveitarstjóri í Garðahreppi, er fæddur á Siglufirði 7. júlí 1932, son- ur Einars Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, og Ólafar ísaksdóttur konu hans. Ólafur hóf nám við Menntaskólann á Akureyri 1948 og lauk þaðan stúd- entsprófi 1953. Innritaðist í lagadeild Háskóla ís- lands 1955 og lauk kandidatsprófi í lögum í mal- mánuði 1960. Ráðinn sveitarstjóri i Garðahreppi 1. júlí 1960, og hefur gegnt Jtví starfi síðan. Ólafur er kvæntur Rögnu Bjarnadóttur, söðlasmiðs Ólafur G. Einarsson. á Patreksfirði Bjarnasonar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.