Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Qupperneq 17
SVEITARST JÓRNARMÁL 15 Samþykkt fyrir Æskulýðsráð Reykjavíkur. SKULÝÐSRÁÐUM hefur nú verið komið á fót í mörgum kaupstöðum og kauptúnum. En verksvið þeirra liefur óvíða verið afmarkað. Áhöld eru um, hversu víðtæk starfsemi æskulýðsráða skuli vera, sérstaklega ef þau þykja taka upp sömu störf og starfandi æskulýðsfélög liafa með höndum. Markmið þeirra mun þó umfram allt annað vera, að ná til þeirra unglinga, sem ekki taka þátt í neins konar félagslífi og beina athygli þeirra að heilbrigðu æsku- lýðsstarfi. Annað er það, sem vafa hefur valdið, og hefur ntisjafnlega skipast eftir stöðum, og það er, hvernig æskulýðsráð skuli skipað. Hvort sveitarstjórn kjósi ráð- ið eða hvort starfandi æskulýðsfélög tilnefni fulltrúa til starfa í því að einhverju leyti. Nú hefur borgarstjórnin í Reykjavík, sem l'rumkvæði hafði að stofnun æskulýðsráðs á sínum tíma, gert samþykkt um æskulýðs- ráð hjá sér, og mætti gjarna hafa það til hliðsjónar, þegar gerðar eru slíkar sam- þykktir annars staðar. Þykir því rétt, að birta samþykktina hér í heild. Fer hún hér á eftir: SAMÞYKKT fyrir Æskulýðsráð Reykjavíkur 1. gr. Æskulýðsráð Reykjavíkur fer í umboði borgarráðs með stjórn æskulýðsmála, ann- arra en íþróttamála, eftir því sem ákveðið er í samþykkt þessari og með þeim hætti, sem þar er mælt fyrir. 2. gr. Æskulýðsráð er svo skipað, að í því eiga sæti sjö menn. Borgarstjóri eða fulltrúi, sem hann skipar í sinn stað, fræðslustjóri eða fulltrúi, sem hann skipar í sinn stað, og fimm menn kosnir hlutfallskosningu af borgarstjórn á ári hverju. Borgarstjóri eða fulltrúi hans gegnir formennsku, og vara- formaður skal skipaður af honum. Enn fremur sitja fundi æskulýðsráðs með mál- frelsi og tillögurétti piltar og stúlkur á aldr- inum 16—25 ára, sem verið hafa þátttakend- ur í starfsemi ráðsins. Þau skulu skipuð af æskulýðsráði til eins árs í senn að fengnum tillögum framkvæmdastjóra ráðsins. 3. gr. Fundi í æskulýðsráði skal a. m. k. lialda einu sinni í mánuði, og situr framkvæmda- stjóri ráðsins þá fundi. Ráðið skal halda gerðabók og senda eftirrit fundargerða til borgarráðs jafnóðum. 4. gr. Æskulýðsráð liefur það lilutverk að vinna að eflingu félags- og tómstundaiðju meðal æskufólks í Reykjavík og hafa um það sam- vinnu við þá aðila, sem um slík mál fjalla, og vera þeim til aðstoðar og leiðbeiningar. Æskulýðsráð skal á hverju hausti gera starfs- áætlun, og skal við undirbúning hennar leit- að eftir starfsáætlunum annarra aðila, sem æskulýðsstarf hafa með höndum. Að öðru leyti eru verkefni ráðsins sem hér segir: a. að vera borgaryfirvöldum, eftir því sem þau óska, til ráðuneytis um æskulýðsmál,

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.