Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Síða 30
28 SVEITARSTJ ORNARMAL f'--------------------------------V TRYGGINGATÍÐINDI ___________—----------------------- IÍVgjöld til atvinnuleysistrygginga 1964. Iðgjöld atvinnurekenda til atvinnuleysis- tryggingasjóðs árið 1964 hafa verið ákveðin. Verður vikugjaldið kr. 13.00, en var kr. 11.50 árið 1963. Gjaldið ákvarðast fyrir eiLt ár í senn og miðast við almennan dag- vinnutaxta Dagsbrúnarverkamanna (nemur 1% af launum fyrir 48 stunda vikn) árið á undan. Úr reikningum atvinnuleysistryggingasjóðs. Samkvæmt reikningum atvinnuleysis- tryggingasjóðs fyrir árið 1962 voru tekjur sjóðsins það ár sem hér segir: Iðgjöld atvinnurekenda . . 14.216 þús. kr. Framlag sveitarfélaga .... 14.392 — — Framlag ríkissjóðs ......... 28.784 — — Vextir ..................... 24.730 - - Samtals 82.122 þús. kr. Útgjöld sjóðsins voru dagpeningar, 628 J)ús. kr., og kostnaður 978 Jdús. kr. Aukn- ing höfuðstóls nam Jjví 80.516 |>ús. kr. Var höfuðstóllinn 318.5 millj. kr. í árslok 1961, en 399.0 millj. kr. í árslok 1962. Mun hann nema um 500 milljónum króna í árs- lok 1963. Samið um greiðslur til héraðslækna. Svo sem frá var greint í 2. hefti 1963, voru Jjeir læknasamningar, sem sagt hafði verið upp frá 1. apríl s. 1., framlengdir um eitt ár með Jjeirri breytingu, að greiðslur hækkuðu um 5.8% 1. apríl, og enn fremur skyklu greiðslur breytast á ný 1. október eftir umsömdum reglum. Hækkunin 1. októ- ber nam 13.2%, og eru því greiðslur nú 19.8% hærri en í marzlok 1963. Samningur Læknafélags íslands og Trygg- ingastofnunarinnar um greiðslur til héraðs- lækna gilti til 1. október 1963. Hinn 29. nóvember s.l. var undirritað samkomulag um framlengingu samningsins til 1. apríl 1964 með Jæim meginbreytingmn, að greiðslur hækka yfirleitt um 19.8% og yfir- vinnuálag hækkar úr 50% í 60% og greið- ist á tímabilinu kl. 18—8 í stað kl. 19—8. Daggjöld sjúkrahúsa hækka. Hinn 1. janúar 1964 liækkaði daggjald Landspítalans og fæðingardeildar Landspít- alans úr 210 krónum í 300 krónur á dag, og daggjöld ríkishælanna úr 150 krónum í 200 krónur. í sambandi við breytingar og umbætur, sent gerðar hafa verið á Reykjalundi í Jjví skyni að setja Jjar upp æfingadeild, sem nú er tekin til starfa, hefur tryggingaráð samþykkt að heimila sjúkrasamlögum að greiða allt að daggjaldi Landspítalans fyr- ir allt að 6 vikna dvöl á æfingadeildinni. Talið er, að lengri dvöl á kostnað samlaga eigi að vera í samráði við og eftir ákvörðun trúnaðarlæknis samlags. Ný lög um Lífeyrissjóð barnakennara. Aljiingi samþykkti fyrir jólin ný lög um Lífeyrissjóð barnakennara. Eru þau hlið- stæð lögum Jjeim um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins, sem samþykkt voru á síð- astliðnu vori og miðast m. a. við, að sjóð- félagar fái full réttindi hjá almannatrygg- ingum frá 1. janúar 1964.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.