Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 8
ur eru góðar og landbúnaðurinn í nágrenn- inu nýtur góðs af. Fjölmennið skapar skil- yrði fyrir sameiginlega heilbrigðisþjónustu og menningarlíf. Fyrirmyndina frá þessu svæði þarf að nota annars staðar á landinu. Útilokað er að stuðla að myndun verulegs þéttbýlis í hverju héraði. Til þess myndi skorta fólk og fjármuni. Eina leiðin tii að tryggja góðan árangur hlýtur því að vera sú, aðstuðla að alhliða uppbyggingu ákveð- inna svæða, þar sem reynsla og rannsóknir sýndu, að skilyrði væru be/t. Þannig mynd- ist þróunarsvæði með ákveðnum kjarna og öðru þéttbýli, eftir því sem aðstæður segi fyrir um. Áætlanagerð um þessi efui verður að byggjast á heildaryfirsýn um skilyrði ein- stakra héraða. En meginhluti nýrra atvinnu- hútta og annars nútimalifs miðast við þétt- hýli. Aðaláherzluna verður þvi að leggja á þá kjarna, sem þéttbýlið myn'dar. Vissulega er ekki nóg að sjá fólkinu fyrir frystihúsum og síklarverksmiðjum til að halda uppi mik- illi atvinnu og háum tekjum, það verður einnig að hafa góð lcekifœri til að eyða ajla- fénu í samræmi við kröfurnar um stöðugt bæti lífsskilyrði. Reykjavíkursvæðið. Reykjavík ber ægishjálm yfir aðrar byggð- ir landsins. Ef talað er um Stór-Reykjavík, er nái yfir Reykjavík, Kópavog, Ilafnar- fjörð, Seltjarnarneshrepp, Garða- og Bessa- staðahrepp og Mosfellshrepp, þá er þetta efnahagsleg og félagsleg heild með 95 þús. tnanns eða lielming þjóðarinnar. El miðað er við svæði, sem unnt er að komast frá til Reykjavikur á einum klukkutíma, þá eru á því svæði: Keflavík og Njarðvíkur, Sand- gerði, Grindavík, Hveragerði, Selfoss og Þor- lákshöfn. En klukkustund er einmitt viður- kennd sem hámarkstími, er hægt sé að fara með góðu móti á vinnustað frá lieim- Heila línan á kortinu sýnir hugsanlega skiptingu umdæmisstjórnar milli Reykjavíkur og Akureyrar. Brotna línan afmarkar hugsanlega umboðsstjórn borgar, sem siðar kann að rísa á Austfjörðum. ili eða til að njóta daglegrar þjönustu. á ýinsum sviðum Sé hins vegar litið á það svæði, sem notið getur vikulegrar þjónustu Irá Reykjavík, og miðast við tveggja og allt að þriggja tíma akstur eftir þjóðvegunum, þá nær þróunarsvæðið um alla byggð Ár- ness- og Rangárvallasýslna og meginhluta af allri byggð Borgarfjarðarhéraðs að með töldum Akranesi og Borgarnesi. Verkaskipt- ing innan svæðisins er skýr, hinn stóri þjónustukjarni, höfuðborgin, með aðrar sérhæfðari þéttbýlismiðstöðvar fyrir austan, vestan og norðan, Keflavík og Akranes í sjá- varútvegi og Borgarnes og einkum Selfoss sem þjónustumiðstöðvar fyrir víðlend land- búnaðarhéruð, en allt þetta svæði nýtur ná- lægðarinnar við Reykjavík. Þegar á allt þetta er litið, er það engin tilviljun, að Reykjavík skyldi verða höfuðstaðux og fyrsta borg landsins. Vöxtur Reykjavíkur hefur reyndar gert þjóðinni fært að kotna á fót ýmiss konar starfsemi í atvinnu- og menningarmálum, sem ella hefði ekki verið fært. Án borgarmenningar væru íslending- ;ir enn þjóð fátækra bænda og sjómanna. Stækkun borgarinnar hefði }jví ekki átt að vera áhyggjuefni. En aðstæðurnar eru nú 6 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.