Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 15
VI. norræna almannairy^ín^amóiið VI. norræna almannatryggingamótið var haldið í Kaupmannahöfn dagana 12.—14. maí sl. Þátttakendur voru um 230, þar af 7 frá íslandi. íslendingarnir, sem þátt tóku í mótinu, voru tryggingaráðsmennirnir Bjarni Bjarnason, Gunnar J. Möller og Kjartan J. Jóhannsson ásamt þeim Eyjólfi Jónssyni, skrifstofustjóra, Guðjóni Hansen, tryggingafræðingi, Jóni Ingimarssyni, lög- íræðingi, og Páli Sigurðssyni, tryggingayfir- lækni. Auk sameiginlegra funda voru haldnir deildarfundir fyrir einstakar tryggingagrein- ar. Verður hér í stuttu máli gerð grein fyrir þeim málum, sem rædd voru á mótinu. A. Sameiginlegir fundir. Félagsmálaráðherra Danmerkur, Kaj Bundvad, setti mótið með ræðu. Við setn- ingarathöfnina töluðu enn fremur Gunnar Hagen, forstjóri, fyrir hönd þeirra, sem að mótinu stóðu, og Gunnar J. Möller, fram- 3. Víðtækar umræður haía farið fram um grundvöll örorkumats og bótaútreikn- inga. 4. Gerðar liafa verið tillögur um tví- skiptingu slysaörorkubóta, Jjar sem hluti bótanna sé miðaður við læknis- fræðilega örorku en hluti við vinnu- og tekjuöílunargetu. Að öllu samanlögðu verður að líta svo á, að starf nefndarinnar liafi borið ávöxt og sé vísbending í Jjá átt, að fleiri Jjætti tryggingamála mætti reyna að leysa með Jnessum hætti. kvæmdastjóri, sem talaði fyrir hönd er- lendra þátttakenda. Gengið var frá sainjjykktuin fyrir hin nor- rænu almannatryggingamót, en drög að jæim höfðu verið rædd í Reykjavík 1960 og breytingar síðan gerðar með hliðsjón af Jrví, sem fram kom í þeim umræðum. Per Ramholt, yfirtryggingafræðingur, Noregi, flutti erindi um fjárhagsgrundvöll almannatrygginga, sem hefur á Norður- löndum að meira eða minna leyti mótazt af þróun trygginganna og stjórnmálalegum aðstæðum. Leif Hultström, framkvæmdastjóri, Sví- Jjjóð, liafði framsögu um dreifingu valds og ábyrgðar við framkvæmd almannatrygg- inga. Fyrir tveimur árum lcigðu Svíar nið- ur sjúkrasamlögin, rúmlega 600 talsins, en veittu svæðasamlögunum, sem nú eru nefnd tryggingasamlög og eru 28 talsins, jafnframt stóraukið framkvæmdavald. Er reynsla þeirra í Jæssu efni hin athyglisverðasta. Mál Jætta var rætt í slysa-, sjúkra- og líf- eyrisdeild, hverri fyrir sig, áður en það var tekið fyrir á sameiginlegum fundi. Á lokafundi mótsins bauð Rolf Broberg, lorstjóri, Svíjcjóð, til næsta móts í Stokk- hólmi árið 1968, en Erik Hansen, formaður áfrýjunarnefndar i örorku- og slysamálum, sleit mótinu. B. Fundir slysatryggingadcildar. Læknarnir L. L. Linneberg, Ragnar Nordlie og H. M. Lossius frá Noregi höfðu framsögu um samband rnilli slysa og sjúk- dóma i baki, þar á meðal mat örorku, þegar sjúkdómur, sem íyrir er í baki, versnar. SVEITARSTJÓRNARMÁL 13

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.