Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 14
A lokafundi nefndarinnar í sept. 1963 lá fyrir handrit að nefndaráliti, og var það síðan prentað og gefið út sem handbók með gögnum 6. norræna almannatrygginga- mótsins, sem haldið var í Kaupmannahöfn 12.—14. maí sl. Á því móti var aðalumræðuefni slysa- deildarinnar þetta nefndarálit. Nefndarálit- inu og tillögum nefndarinnar í heild var mjög vel tekið af fundarmnönum og kont fram furðu lítil gagnrýni á skoðanir og til- lögur þær, er nefndin sameinaðist um. Nefndarálitið er allstór bók, 263 blaðsíð- ur, og verður nú rakið efni liennar stutt- lega. Bókin skijjtist í þrjá hluta. — í fyrsta hluta er fyrst skýrt frá staríi nefndarinnar og fundahöldum. Sögulegt yfirlit er um örorkumatstöflur slysatryggingar og þróun þeirra. Síðan eru raktar gildandi reglur og lög á Norðurlöndunum hverju fyrir sig um ör- orkumöt slysatryggingar og getið stuttlega um gildandi reglur á þessu sviði í Jjeim löndum Evrópu, er til náðist. í lokum lyrsta hluta eru svo teknar upp í heilu lagi núgildandi töflur Norðurlanda- þjóðanna. Annar hluti bókarinnar hefst á úrdrætti úr álitsgerðum ýmissa lækna á Norðurlönd- um og tillögum þeirra um breytingar á ör- orkumatsreglum, en nefndin sneri sér brcf- lega til ýmissa lækna, sem reynslu og þekk- ingu hafa á jiessu sviði, og leitaði álits þeirra. — Þarna er samankominn geysimik- i 11 og athyglisverður fróðleikur og tók nefndin tillit til skoðana Jressara lækna elt- ir Jrví, sem aðstaða varð til við gerð sam- eiginlegu örorkumatstaflnanna. Til Jress að fá enn betri vitneskju um gildandi reglur Norðurlandanna í l'ram- kvæmd var tekið Jrað ráð að velja mál til sameiginlegs mats. Þessi slysamál eru rakin rnjög ýtarlega í öðrum hluta bókarinnar og getið hvernig málin voru metin til örorku í öllum lönd- unum. Fimnr mál voru valin frá hverju landi, frá Svíþjóð voru handar- og fingurslys, frá íslandi slys á handlimum, frá Finnlandi slys á ganglimum, frá Noregi slys á skyn- færum og frá Danmörku ýmis slys, sem ekki var liægt að meta eftir töflum. Alls voru Jressi mál 24, fimm frá hverju landi nema fjögur frá Finnlandi. í lokum annars kafla er lýst hvaða reglur gilda um bætur i skaðabótarétti og í slysa- tryggingu á Norðurlönduin. í Jrriðja kaflanum eru aðallega niður- stöður og ályktanir nefndarinnar. — Þar er tillaga um örorkumatstöflur, bæði vegna slysa á útlimum og einnig augnslysa. í Jjessum kafla er einnig lýst skoðun meiri hluta nefndarinnar á gildi núverandi ör- orkumatsfyrirkomulags og gerðar tillögur lil breytingar í Jjá átt að örorkumatið sé í meira samræmi við vinnugetu. í Jressu sambandi bendir nefndin á Jrá leið, að skipta örorkubótum í tvennt, ann- ars vegar slysabætur, sem miðist við slysið sem slíkt, Jj. e. Jrá bæklun, er Jjað hefur valdið, hins vegar örorkubætur, sem miðist við Jrað, að hve miklu leyti vinnugeta og tekjuöflunargeta liafa skerzt við slysið. í bókarlok er mjög ítarleg skrá um heirn- ildarrit. Ef litið er á hvað unnizt hefur með starfi nefndarinnar sést eftirfarandi: 1. Samkomulag helur náðst um norrænar örorkumatstöflur. 2. Saínað hefur verið á einn stað miklum fróðleik um gildandi reglur á Jjcssu sviði, Jjar sem til hefur náðst. 12 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.