Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 16
H. Gulbrandsen, framkvæmdastjóri, Nor- egi, haíði íramsögu um örorkumat og á- kvörðun bóta. Á öðrum stað í ritinu gerir Páll Sigurðsson grein í'yrir því starii, sem unnið hefur verið á þessu sviði undanfarin ár og var umræðugrundvöllur í þessu aðal- máli slysatryggingadeildarinnar. Jón Ingimarsson, lögfræðingur, ílutti er- indi um skilgreiningu hugtakanna slys, vinnutími og vinnustaður við lramkvæmd slysatrygginga. Jalnframt höfðu fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum lagt fram skrif- legar greinargerðir um þetta efni. Af íslands hálfu sátu fundi slysatrygg- ingadeildar þeir Jón Ingimarsson, lögfræð- ingur, Kjartan J. Jóhannsson, héraðslæknir, og Páll Sigurðsson, tryggingaylirlæknir. C. Fundir sjúkratryggingadeildar. Erling Öye, skrifstofustjóri, Noregi, hafði framsögu um greiðslur sjúkratrygginga fyr- ir læknishjálp utan sjúkrahúsa. Þetta mál var rætt í Reykjavík 19(i0 og liefur raunar æði oft verið umræðuefni sjúkratrvgginga- manna og læknafunda víða um ltcim. Ulf Trier, skrifstofustjóri, Danmörku, hafði framsögu um almannatryggingar og endurhælingu. Var mál þetta rætt á sam- eiginlegum fundi sjúkra- og lífeyristrygg- ingadeildar. Þeir Bjarni Bjarnason, fyrrv. skólastjúri, og Gunnar J. Möller, framkvæmdastjóri, sátn lundi sjúkratryggingadeildar. D. Fundir lífeyristryggingadeildar. Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, flutti framsöguerindi um stöðu ekkna, frá- skilinna kvenna og ógiftra mæðra innan lífeyristrygginga. Þær lélagslegu tryggingar, sem þessar konur njóta á NorðurlöndUm, eru að ýmsu leyti með ólíku sniði, enda stangast þarna á tvenn sjónarmið, þ. e. sjónarmið aukinna og bættra trygginga og sjónarmið síaukinnar þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Sten Erik Strandberg, skrifstofustjóri, Svíþjóð, liafði framsögu um örorkulífeyri, er fari eftir örorkustigi. I Svíþjóð er nú veittur almennur örorkulífeyrir, ef örorka er 50% eða meiri, og er þá ýmist veittur þriðjungur, tveir þriðju hlutar eða fullur örorkulííeyrir. Kom ýmislegt fróðlegt fram í umræðum um þetta mál. Þriðja umræðuefni lífeyristryggingadeild- ar, almannatryggingar og endurhætingu, sem rætt var sameiginlega með sjúkratrygg- ingadeild, hefur verið minnzt á lrér að íraman. Guðjón Hansen var eini íslenzki þátttak- andinn í íundum lifeyristryggingadeildar. E. Fundir atvinnuleysistryggingadeildar. Á fundum atvinnuleysistryggingadeildar var rætt um afstöðu atvinnuleysistrygginga til tryggðra manna, sem eiga við langvar- andi atvinnuleysi að búa, og hafði Henry Borreschmidt, forstjóri, Danmörku, fram- sögu. Efni Jretta og önnur náskyld eru mik- ið rædd meðal tryggingamanna og annarra, sem að félagsmálum starfa. Af öðrum unr- ræðuefnum mótsins má flokka hér efnið „almannatryggingar og endurhæfing", og enn fremur konni sams konar sjónarmið fram í umræðum um aðstöðu ekkna, frá- skilinna kvenna og ógiftra mæðra innan lífeyristrygginga. Algot Elf, framkvæmdastjóri, Svíjrjóð, hafði framsögu um Jrað, hvernig lylgzt verði bezt með, að bætur atvinnuleysistrygginga séu greiddar í samræmi við gildandi reglur. Frá íslandi tók Eyjólfur Jónsson, skrif- 14 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.