Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 13
TRYGGINGAMAL ----- RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN - PÁLL SIGURÐSSON, tryggingayfirlæknir: Starí norrænnar nefndar til samræminéar örorkumats slysatryááiaéar 1961—1963 Á 5. norræna almannatryggingamótinu í Rcykjavík 1960 var vakið á því máls í sam- bandi við umræðtir í slysatryggingadeild um örorkumöt, að æskilegt væri, að norræn nelnd starlaði milli tryggingamóta ogreyndi að samræma þær matsreglur slysatrygging- ar, sem'gildandi eru á Norðurlöndum. í framhaldi þessa komu fulltrúar land- anna saman á fund í Osló 10.—11. marz 1961, fyrir forgóngu direktör F. Alexander. A þeim fundi var gengið lormlega frá því, að nefndin yrði skipuð og gengið frá starfsreglum nefndarinnar, þetta þó að til- skyldti samþykki viðkomandi ráðuneytis, og er slík samþykki lágu fyrir, var nefnd skip- uð og sátu í henni 2 íulltrúar frá hverju landi, tryggingastarfsmaður og læknir, er starfaði að tryggingamálum. Þessir sátu í nefndinni: Frá Danmörku: Direktör G. Hagen og professor dr. med. E. Hart-Hansen. Frá Finnlandi: Försákringsöverdomare Kaarlo Kalliala og med. et kir. doktor K. J. Oravisto. Frá íslándi: Jón Ingimarsson, lögfræðingur og Páll Sigurðsson, tryggingaylirlæknir. Frá Noregi: Avdelingsdirektör H. Gul- brandsen og hovedlege L. Linneberg. Frá Svíþjóð: Byráchef Martin Engström og överlákare Harald Nilsonne. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í Osló 7.-8. september 1961. Þar var H. Gulbrandsen kosinn formað- ur nefndarinnar og M. Engström varafor- maður, en Egil Nilsen, konsulent, Noregi, fenginn til að vera ritari nefndarinnar. Nefndin hélt alls 5 fundi í höfuðborgum landanna á víxl, nema í Reykjavík og því tvo í Osló. Mestur hluti samstarfs nefndarinnar fór fram bréflega, en fundir aðallega haldnir til að samræma sjónarmið og taka ákvarð- anir. Strax á fyrsta lundi nefndarinnar var lagt fram uppkast að starfsháttum, þar sem ákveðið var að nefndarstarfið einskorðaðist ekki við tillögur, heldur yrði einnig fram- kvæmd víðtæk gagnasöfnun um reglur ann- arra þjóða á þessu sviði, svo og aflað álits sem flestra sérfróðra manna á Norðurlönd- um á örorkumatsreglum og hvaða breyt- ingatillögur þeir hefðu fram að færa. SVEITARSTJÓRNARMÁL 11

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.