Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Síða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Síða 4
STEFÁN FRIÐBJARNARSON, bæjarstjóri: „ÞAÐ VARIR EITT, ER ANNT ÞÚ HEITT" 150 ára verzlunarafmæli og 50 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar Siglufjöröur í sumarskriiöa, Landnám Á milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar er mikill skagi, Trölla- skagi, krýndur hrikalegum fjall- garði, sem teygir himinhá þver- hnípt björg í sjó fram. Inn í þennan skaga skerst frá norðri líiill fjörður, Siglufjörðitr, fjöll- um vafinn á þrjá vegu, en var- inn nesi í norður (Siglunes), líf- höfn sæfarenda frá landnámstíð. Fyrstu heimildir um Siglu- fjörð er að finna í Landnáma- bók, en þar greinir frá landnánti Þormóðs ramma, norsks víkings, er „nam Siglufjörð allan milli Úlfsdala og Hvanndala ok bjó á Siglunesi." Hann sigldi skipi sínu inn á fjörðinn að eyri þeirri, vestan fjarðarins, sem við hann er kennd, Þormóðseyri, hvar Siglufjarðarkaupstaður stendur nú og teygir byggð sina um lönd hinna gömlu jarða Hafnar og Hvanneyrar. Svæðið frá Þórðarhöfða í Skagafirði að og með Siglufirði var numið af 10 landnámsmönnum, norskum, gauzkum, sænskum, suðureysk- um, afkomendum Ragnars loð- brókar, Hörða-Kára, Haralds víkings og Upplendingajarla. Einn þeirra var kvæntur dóttur- dóttur Kjarvals írakonungs. Ó- víða á landinu mun jafn lítið svæði hafa verið numið frá jafn mörgum löndum, af jafnmörg- um og jafnmætum mönnum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.