Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 15
eiu ár, en lánaumsóknirnar námu um 20% af áætluðum heildarkostnaði þessara mannvirkja. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir, varð stjórn Lánasjóðsins ennþá Ijósara en áður, hversu geysi- leg lánsfjárþörf sveitarfélaganna er. Og stjórninni var jafnframt ljóst, að eigið fé sjóðsins hrykki skammt til að fullnægja umsóknunum. Samkvæmt ákvæðum Lánasjóðslaganna leitaði því stjórn Lánasjóðsins fyrir sér um lántöku, fyrst og fremst hjá Framkvæmdasjóði íslands. Stjórn Fram- kvæmdasjóðs ákvað að veita Lánasjóðnum 10 rnillj. króna lán á árinu 1967, en vegna erfiðleika Framkvæmdasjóðsins fékkst einungis helmingur- inn eða kr. 5 milljónir útborgaðar á árinu 1967. Aðrar tilraunir Lánasjóðsstjórnar til útvegunar lánsfjár báru ekki árangur, enda mjög þröngt fyrir á lánamarkaðnum vegna erfiðleika atvinnu- veganna, eins og kunnugt er. Sjóðurinn hafði því til ráðstöfunar á árinu 1967 til útlána ekki nema tæpar 25 milljónir króna. Er það tæplega fimmtungur þess fjár, sem sveitarfélögin sóttu um að fá að láni úr sjóðnum. Hér reyndist því breitt bilið rnilli eftirspurnar og íramboðs, og var úr vöndu að ráða hjá stjórn Lánasjóðs, en óumflýjanlegt var að taka upp „skömmtun" í einhverju formi við ákvörðun lánveitinga. Vegna þess hve lánaumsóknir voru ósambæri- legar, þar sem t. d. í sumum tilvikum var sótt um lán fyrir allt að öllum áætluðum kostnaði við framkvæmd, en í öðrum tilvikum aðeins sótt um lán fyrir hluta áætlaðs kostnaðar, og þar sem framkvæmdir voru mislangt á veg komnar og „nauðsyn" þeirra mismunandi, þá virtist ósann- gjarnt að beita þeirri reglu að skera allar lánaum- sóknir niður í sama hlutfalli til að ná endum saman. Varð því niðurstaðan í stjórn Lánasjóðs að taka út úr umsóknir vegna tiltekinna flokka fram- kvæmda, sem stjórnin taldi sérstaklega brýna þörf á að veita lán til og mest aðkallandi s. s. vatns- veitna og skóla í dreifbýli, þar sem framkvæmdir voru komnar langt áleiðis, sérstaklega skólabygg- ingar, sem mörg sveitarfélög stóðu að. Hér var að sjálfsögðu um mat sjóðsstjórnar að ræða, en að vandlega athuguðu máli valdi hún þessa leið. Jafnframt Jrví að sveitarfélag fullnægði skilyrð- um laganna til lántöku, ákvað stjórnin, að ekkert sveitarfélag, sem gefið hefði meira en 50% afslátt frá útsvarsstiga á árinu 1967, kæmi til greina við ákvörðun lánveitinga. Meðan brýnni lánsfjárjrörf sveitarfélaganna er ekki fullnægt nema að óveru- legu leyti, sýnist það ekki réttlætanlegf að veita Jreim sveitarfélögum lán, sem ekki nýta sinn aðal- tekjustofn nema að óverulegu leyti, enda sýnist Jrað tæplega hyggileg stefna undir Jjeim kringum- stæðum að taka lán með háum vöxtum til fram- kvæmda. Þess er vert að geta, að sjóðurinn fær ekki fram- lög sín greidd, fyrr en smátt og smátt á árinu og lán Framkvæmdasjóðsins ekki fyrr en síðast á árinu, Jiannig að lánveitingar sjóðsins á árinu 1967 fóru að verulegu leyti fram síðast á árinu. Á árinu 1967, fyrsta starfsári Lánasjóðsins, voru samtals veitt 46 lán til 63 sveitarfélaga, en að sumurn lánunum stóðu mörg sveitarfélög vegna sameiginlegra framkvæmda. Helmingur lánanna var til vatnsveituframkvæmda alls 23 lán að fjárhæð kr. 17.650.000.00 Jj. á. m. hæsta lánið til Vestmannaeyjabæjar vegna vatnsveitu, kr. 5.000.000.00, en áætlað er, að vatnsveitan muni kosta um kr. 130 milljónir. Mörg sveitarfélög, sem um lán sóttu, fengu al- gjöra synjun á árinu í samræmi við þær reglur, sem ég hefi rakið hér að framan, og ekkert sveitar- félag fékk nema hluta af þeirra fjárhæð, sem um var beðið og Jrörf var á. Það ber vissulega að harma. En fyrirfram var heldur tæplega gert ráð fyrir ]>ví, að sjóðurinn leysti allar lánaþarfir sveitarfélaganna á fyrsta ári eða fyrstu árum. Það er von sveitarstjórnarmanna, að sjóðurinn geti í náinni framtíð látið rætast Jrær vonir, sem við hann eru bundnar, og gegnt með sóma }m' hlutverki, sem honum er ætlað. SVEIXARSTJÓRNABMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.