Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Side 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Side 17
NORRÆNN BYGGINGAR- DAGUR 26.- 28. ágúst 1968 Norrænn byggingardagur, liinn tíundi í röðinni (N.B.D.X), verð- ur lialdinn í Reykjavík dagana 26. til 28. ágúst 1968. Byggingardag- inn sækja fulltrúar allra greina byggingariðnaðarins á Norðurlönd- um, svo og fulltrúar þeirra stjórn- valda, er nieð byggingarmál fara í liverju landanna. N.B.D. er skammstöfun á nor- rænu lieiti þessara samtaka, og eru þau meðal hinna fjölmennutsu á Norðurlöndum, byggð upp af fag- félögum, samtökum í verzlun og byggingariðnaði, ásamt stjórnvöld- um ríkis og sveitarfélaga. Sameiginlegar ráðstefnur eru iialdnar þriðja hvert ár, til skiptis í löndunum og verkefni þeirra eru helztu vandmál byggingariðnaðar- ins á liverjum tíma og þróun bygg- ingarmála. Fyrsti norrænn byggingardagur var lialdinn í Stokkhólmi árið 1927. ísland gerðist þátttakandi í samtökunum árið 1938, en þá var ráðstefnan haldin í Osló. Eftir síð- ustu heimsstyrjöld hafa ráðstefnur N.B.D. verið lialdnar í öllum höf- uðborgum Norðurlanda, annarra en íslands, og auk þess í Gauta- borg árið 1965. Það er fyrst nú, að aðstæður eru til þess að halda jafn- stóra ráðstefnu hér á landi, en þátt- takendur hafa að jafnaði verið milli eitt og tvö þúsund manns. Gert er ráð fyrir, að ráðstefnuna sæki í sumar um 1000 manns, þar af um 800 frá hinum Norðurlönd- unum, en um 200 innlendir þátt- takendur. Ráðstefnan stendur op- in öllum þeim, sem áhuga liafa á og með einhverjum hætti sinna málefnum byggingariðnaðarins, svo sem byggingarfulltrúum, bygg- ingarnefndarmönnum, bæjarverk- fræðingum og sveitarstjórnarmönn- um almennt, en Samband íslenzkra sveitarfélaga er í samtökunum. Hér á landi standa 25 aðilar að N.B.D. og er fulltrúaráðið skipað einum fulltrúa frá hverjum aðila. Það kýs stjórn, en fulltrúar stjórn- anna í liverju landi lialda síðan sameiginlega fundi til skiptis á Norðurlöndum. Forsæti N.B.D. er að þessu sinni í höndum Islands- deildar samtakanna. Formaður þeirra er Hörður Bjarnason, húsa- meistari ríkisins. Ritari er Gunn- laugur Pálsson, arkitekt, og aðrir í stjórn þeir Gunnlaugur Halldórs- son, arkitekt, Axel Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Tómas Vigfús- son, byggingameistari, Hallgrímur Dalberg, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, Sigurjón Sveinsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborg- ar, og Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðarmálastofnun- ar íslands. Hverri ráðstefnu er valið ákveð- ið verkefni. Þannig var verkefni N.B.D. VIII í Kaupmannahöfn 1961 „Iðnvæðing byggingariðnað- arins“ og í Gautaborg 1965 „End- urbygging bæja“. Aðalefni bygg- ingardagsins hér nefnist „Húsa- kostur“ (Boligform) og verða á ráð- stefnunni flutt erindi um húsnæð- ismál fyrr og nú og þróun bygg- ingarmála almennt á Norðurlönd- unum öllum. Ráðstefnan fer fram í Háskóla- bíói í Reykjavík, en einnig verður efnt til skoðunarferða. Nánari upplýsingar veitir Bygg- ingaþjónusta Arkitektafélags ís- lands, Laugavegi 26, og eru síma- númer Jrar 14555 og 22133. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.