Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Side 22
að samskiptum sveitarfélaganna og ríkisvaldsins yrði komið í sem bezt horf. í álitsgerð umræðuhópsins voru eftirtaldar ábendingar: 1. að komið verði á fót fastri samstarfsnefnd rikisins og sam- bandsins, er geri tillögur um skipt- ingu verkefna milli rikisins og sveitarfélaganna, skipiingu kostn- aðar og skiptingu tekjustofna og vinni jafnframt að lausn ágrein- ingsefna, er rísa kunna. Aður en pessi nefnd verði skip- uð, liggi fyrir ákveðnar tillögur sveitarfélagantia um, hvernig pau vilja haga pessari skiptingu. 2. að skipaðar verði samstarfs- nefndir rikisins og sveitarfélag- anna, til að fjalla um einstaka meiriháttar málaflokka, eins og t. d. nú er ákveðið i skólakoslnaðar- lögum. 3. að fela sljórn sambandsins að vinna að pvi, að sambandið eigi aðild að undirbúningi allra laga- frumvarpa rikisstjórnarinnar og reglugerða, sem varða sveitarfélög- in almennt. 4. að stjórnin vinni að pvi, að sambandið fái fulltrúa i stjórn stofnana, sem að vcrulcgu leyti eru kostaðar af sveitarfélögum. 5. að óska pess við pingflokk- ana, að peir tilnefni einn fulltrúa hver, sem sambandið geti sérstak- lega snúið sér til i sambandi við meðferð pingmála, sem snerta sveitarfélög i heild. í sambandi við 1. tölulið álits- gerðarinnar lagði Iiópurinn fram tillögu um þriggja manna nefnd til að endurskoða af sambandsins hálfu verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Var tillagan samþykkt og birt í seinasta tölublaöi með öðr- um ályktunum fundarins. Uin þetta álit tóku til máls Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri, og Páll Lindal, for- maður sambandsins, en síðan var álitsgerðin samþykkt að undan- gengnum nokkrum óformlegum umræðum. Fræðslustarfsemi Um fræðslustarfsemi sambands- ins sagði Ólafur Einarsson: „I fimmta lagi er það tilgangur sambandsins að vinna að alnrennri fræðslu um sveitarstjórnarmál, svo og fræðslu um einstaka þætti sveit- arstjórnarmála fyrir sveitarstjórnar- menn og aðra starfsmenn sveitar- félaga. Ég skil þessa grein laganna svo, að um sé að ræða tvíþætta fræðslu- starfsemi: annars vegar fræðslu- starfsemi fyrir almenning og hins vegar fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga. a) Fyrri þættinum, almennri fræðslu um sveitarstjórnarmál, hef- ur ekki verið sinnt sem skyldi. Ég tel mikilvægt, að á því verði breyt- ing og sambandsstjórnin taki þennan þátt starfseminnar sérstak- lega fyrir nú þegar og skipuleggi frá, grunni. Þetta tel ég nauðsynlegt, að gert verði af tveimur ástæðum: aa) til þess að skapa betri skiln- ing borgaranna á sveitarstjórnar- málum og þeim margþættu við- fangsefnum, sem sveitarstjórnir annast í þágu borgaranna, bb) til þess að taka af allan vafa um það, að til er sterkt afl í þjóðfélaginu, þar sem er Samband íslenzkra sveitarfélaga, og sem taka verði tillit til. Sú viðurkenning fæst því aðeins, að til okkar heyr- ist meira en raunin hefur verið. Til þess að ná þessum tilgangi, þarf að taka upp skipulega fræðslu- þætti í blöðum, útvarpi og sjón- varpi og birta þarf fréttir frá sam- bandinu og einstökum sveitar- stjórnum og ályktanir stjórnarinn- ar um helztu mál. Annars ætla ég ekki að setja hér fram ákveðnar tillögur um það, hvernig þessari fræðslustarfsemi skuli háttað, en vonandi koma gagnlegar tillögur fram hér í umræðum. Auk þess treysti ég vel ritstjóra Sveitar- stjórnarmála til að skipuleggja þennan þátt, en samkvæmt erindis- .j', bréfi, sem stjórnin hefur nýlega sett honum, ber honum að sjá um útbreiðslustarfsemi og útsendingu fréttatilkynninga og samskipti við fréttastofnanir. Ég vil aðeins nefna, að gagnlegt væri, ef teknir væru upp umræðu- þættir í útvarpi og sjónvarpi, þar sem sveitarstjórnannenn ræddu saman um sveitarstjórnarmál eða þeir svöruðu fyrirspurnum frá al- mennum borgurum. Ég er sannfærður um, að áhugi borgaranna almennt er mikill fyr- ir þessum málum og hann er stöð- ugur. Hins vegar er reyndin sú, að lítið sem ekkert er um þessi mál rætt opinberlega nema rétt fyrir kosningar og þá ekki alltaf á hlutlægan hátt. b) Fræðslustarfsemi fyrir sveitar- stjórnarmenn og aðra starfsmenn sveitarfélaga liefur mjög aukizt á síðustu árum. Þannig liafa verið haldnar ráðstefnur um skipulags- og byggingarmál, um fjármál sveit- arfélaga, um verkiegar framkvæmd- ir sveitarfélaga og um framkvæmda- áætlanir. Haldin hafa verið námskeið fyr- ir verkstjóra sveitarfélaga og nám- skeið í C.P.M.-áætlunargerð, auk almenns sveitarstjórnarnámskeiðs í nóvember s.l. Þetta ráðstefnu- og námskeiða- hald sambandsins Itefur verið á dagskrá á þingum þcss að undan- förnu og hlotið eindreginn stuðn- ing. A síðasta landsþingi var gerð ályktun þess efnis, að haldið skyldi áfram á söniu braut eða efna til ráðstefna og funda sveitarstjórnar- manna og sérliæfðra starfsmanna sveitarfélaga. Jafnframt samþykkti landsþing- ið, að hafin skyldi skipuleg fræðsla í almennum sveitarstjórnarmálum og sérmálum sveitarfélaganna. Stefnan hefur því þegar verið mörkuð og fyrsta almenna nám- skeiðið var haldið á síðast liðnu hausti, eins og ég gat urn áðan. Enginn vafi er á því, að hér er sá þáttur í starfsemi sambandsins, sem hæst ber um þessar mundir, SVEITARSTJÓBNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.