Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 34
Dagheimili Selfosshreppur hefur reist 200 fermetra liús undir starfsemi dag- heimilis, sem Kvenfélag Selfoss rekur fyrir hönd hreppsins. liygg- ingarkostnaður nemur um 2,5 millj. króna og á félagið 15% í húseigninni móti hreppnum. Hef- ur félagið eina stofu til sinna þarfa. Húsið rúmar 50 börn í leikskóla, sem Ivvenfélagið rekur yfir sumar- ið. Húsið er stálgrindahús, klætt vatnsheldum krossviði og hitað með geislahitun. Nýtt gagnfræðaskólahús Gagnfræðaskólinn áSelfossi flutti í nýtt húsnæði s.l. liaust. Var þá tekinn í notkun liluti fyrsta áfanga af þremur af 4800 fermetra skóla- húsi, sem liyggt verður á einni hæð. Fyrsti áfangi liússins er 2600 fermetrar, 8 kennslustofur, skóla- eldhús, handavinnustofur, bóka- safn, skrifstofur skólastjórnar, teiknistofa og húsnæði fyrir tón- listarkennslu. Síðast liðið sumar var byggður grunnur að kennslu- deild fyrir verknám pilta á 300 ferm. gólffleti og verður sá hluti fyrsta áfanga fullgerður í sumar. Ormar Þór Guðmundsson arkitekt tciknaði skólahúsið. Allar kennslustofur urðu full- skipaðar um leið og skóliun flutti í húsnæðið. S.l. vetur voru 250 nemendur í 11 deildum. í vor út- skrifuðust 46 gagnfræðingar, 27 úr bóknámsdeild og 19 úr verknáms- deild. Þriðji bekkur var þrískiptur, 100 með landsprófs-, bóknáms og verk- SVEITARSTJÓRNARMÁL námsdeild. Unglingaprófi luku 69 nemendur. Af 250 nemendum skólans voru 63 utan skólahéraðsins, en Jjað nær yfir Sandvíkurhrepp og Selfoss- hrepp. Fjórir skólabílar óku nem- endum til skólans úr nágranna- sveitum og þótti heimanaksturinn gefast vel. Samtals voru nemendur úr 20 lireppum í Arnessýslu og víðar. Kveðst Sigurður Ingi Sig- urðsson oddviti liafa hug á að koma á samstarfi við hlutaðeigandi sveit- arstjórnir, sem láta börn sín sækja nám í skólanum, að jiær taki ein- hvern þátt í byggingarkostnaði skólans. Meðal sveitarstjórna og fræðslu- yfirvalda er nú rætt um aukinn akstur nemenda úr Jiorpum og lág- sveitum Árnessýslu til skólans, sam- anber uppdrátt af aksturleiðum í seinasta tölublaði. Við skólaslit í vor skýrði skólastjórinn Árni Stef- ánsson frá því, að námsárangur nemenda, senr ættu langt að sækja til skólans, væri sízt lakari en ann- arra. Þess má geta í sambandi við tón- listarkennslu í skólanum, að á næstunni mun koma á almennan sölumarkað hljómplata með stúlknakór skólans, sem fram kom seinasta vetur m.a. í sjónvarpi og hljóðvarpi. Skjaldarmerki Hreppsnefndin samjjykkti á fundi nýlega, að taka upp skjaldar- rnerki fyrir Selfoss. Merkið teikn- aði Kristín Þorkelsdóttir, auglýs- ingateiknari. Meginhluti þess er Ölfusárbrúin, sem speglast í Ölfusá. Undir lienni er táknmynd, sem minnir á lax og yfir er fugl á flugi. Merkið er í bláum lit. Hitaveita keypt Selfosshreppur liefur keypt og yfirtekið rekstur hitaveitu í þorp- inu, sem Kaupfélag Árnesinga hef- ur átt í 20 ár, eða allt frá 1947. Hreppurinn kaupir 80 sek/1. af 80 gráðu heitu vatni í landi Laug- ardæla ásamt öllum mannvirkum fyrir 14 milljónir króna, svo og hitaréttindi og greiðist fyrir þau með Jjví, að K. Á. fær 6 sek/1. af vatni úr veitukerfinu til sinna nota og að auki 10% af varanlegri vatns- aukningu. Við undirritun samnings greiddi hreppurinn 5 millj. króna, yfir- tekur lán samtals 2,3 millj., en greiðir 6,7 millj. kr. á næstu 15 árum með jöfnum afborgunum og gildandi bankavöxtum. Gert er ráð fyrir, að nokkru fé verði veitt úr sveitarsjóði til kaup- anna fyrst unt sinn, en síðan standi hitaveitan sjálf undir kaupverðinu og frekari uppbyggingu. Gatnagerð í ár verður skipt um jarðveg í þeim hluta þjóðvegarins gegnum kauptúnið, sem ekki liefur Jjegar verið malbikaður. Stefut er að Jjví, að þeir kaflar verði malbikaðir að ári. Þá liafa allar aðalumferðargöt- ur gegnum þorpið verið gerðar úr varanlegu efni. Við þá framkvæmd hefur kauplúnið skipt um svip. 2273 íbúar íbúatala Selfosshrepps liækkar nokkuð jafnt og Jrétt ár frá ári. Hinn 1. desentber s.l. voru Jjeir 2273. Er Selfoss fjölmennasta hreppsfélagið utan liöfuðborgar- svæðisins, aðeins Garðahreppur er fjölmennari með 2354 ibúa. Fimm kaupstaðanna telja færri íbúa en Selfoss. Ekki eru ráðagerðir uppi um að óska sveitarfélaginu kaupstaðarrétt- inda, enda er Selfoss Jjjónustumið- stöð í stóru héraði.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.