Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 16
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Landssamband
sveitarfélaga
Hugmynd Jónasar um stofnun sam-
taka sveitarstjórnarmanna vakti eftir-
tekt. Annar Norðfirðingur, Jóhannes
Stefánsson, bæjarfulltrúi í Neskaupstað
og pólitískur andstæðingur Jónasar, rit-
aði grein í 2.-3. tölublað annars árgangs
Sveitarstjórnarmála og lýsti fylgi við
stofnun samtaka sveitarfélaga. Hann
kvað hugmynd Jónasar merkilega og
nefndi mörg dæmi um sameiginlega
hagsmuni sveitarfélaga og mismunandi
framkvæmd í mörgum atriðum. Hann
gat einnig um annmarka á löggjöf um
sveitarstjórnarmál og taldi sveitarfélögin
ein vita hvaða umbætur þyrfti að gera á
henni. Svo segir Jóhannes um hugmynd
Jónasar um samtök sveitarstjórnar-
manna: „ Tel ég, að réttara væri að stofna
Landssamband sveitarfélaga, sem beitti
sér fyrir hagsmunum þeirra. Skyldi sam-
band þetta halda þing einu sinni á ári. Fulltrúa með umboði sveitar-
stjórnar ætti hvert bæjar- og hreppsfélag að kjósa og senda á þingið.
Um fjölda fulltrúa, eftir íbúatölu sveitarfélagsins, gœti stofnþing
ákveðið. Miðstjórn og framkvœmdastjórn sæti í Reykjavík, skipuð
fulltrúum afSuður- og Suðvesturlandi. Sambandsstjórn skyldi skipuð
fulltrúum um land allt, og héldi húnfundi samkvœmt nánari ákvörð-
unum. Sambandið kæmi fram sem málsvari sveitarfélaganna gagn-
vart Alþingi ogfleiri aðilum. Pingið rœddi og semdi frumvörp um sín
málefni. Einnig yrði reynt að leysa hin mörgu vandamál, sem snerta
frœðslu, framfœrslu, atvinnulíf, fjárhag, ræktun, raforku o.m.fl.
Sambandið ynni að auknu samstarfi um innheimtu og útsvars-
álagningu, það samrœmdi fundarsköp og nefndarskipanir sveitar-
stjórna og hinar ýmsu reglugerðir fyrirtœkja þeirra.
Sambandið gœfi út málgagn til fróðleiks og skemmtunar og eru
„Sveitarstjórnarmár vísirinn að því. Árlega yrði gefin út handbók
fyrir oddvita og bæjarstjóra. Sambandið gœti haldið námskeið, jafn-
vel sett á stofn skóla, þar sem kennt yrði: mœlskulist, fundarstjórn og
meðferð sveitarstjórnarmála. Unnið yrði að því að núverandi „góð-
œri“ kæmi öllum sveitarfélögum á réttan kjöl fjárhagslega, gerði þau
með öllu skuldlaus og vel stæð. Verkefni sambandsins eru ótœmandi,
Vélaöld var smám
saman að skríða inn í
íslenskt atvinnulíf sem
engu að síður var hrjáð
af kreppunni.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
— Magnús Ólafsson.
14