Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 20
SVEITARSTJÓRNARMÁL
í einni sjónhending var
íslandi svipt inn í
hringiöu
heimsviðburða, herseta
Breta og síðar Banda-
ríkjamanna hafði
gífurieg áhrifá ísienskt
þjóðlíf.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
— Ólafur Magnússon.
Spámaður og frumkvöðull
Jónas Guðmundsson fæddist 11. júní 1898. Hann lauk kennaraprófi 1920 og dvaldi við nám í
Danmörku sama ár. Jónas var kennari á Norðfirði á árunum 1921 til 1933 og var forystumaður
Alþýðuflokksins í Neskaupstað í áratugi — oddviti í Neshreppi 1925-28, bæjarfulltrúi í Neskaup-
stað 1927-37, forseti bæjarstjórnar þar, forystumaður verkalýðsfélagsins og um árabil í stjórn
ASI. Jónas var líka framkvæmdastjóri Togarafélags Norðfirðinga og Fóðurmjölsverksmiðjunnar
þar á árunum 1932-37. Jónas var alþingismaður fyrir flokk sinn um hríð, landskjörinn 1934-37.
Er hann hætti þingmennsku var hann ráðinn til þess að vera eftirlitsmaður sveitarfélaga, frá
1939-52. Hann var skrifstofustjóri, þ.e. ráðuneytisstjóri, í félagsmálaráðuneytinu 1946-52 og
framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs frá 1953. Eins og víða kemur fram í þessu riti var hann
frumkvöðull og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá stofnun 1945 til 1967. Sem slíkur
sat hann í ótal nefndum og ráðum, fulltrúi sambandsins á þingum Alþjóðasambands sveitarfélaga
1955-64 og á sveitarstjórnarþingum Evrópuráðsins á sama tímabili. Hér hefur einungis fátt eitt
verið nefnt af félagsstörfum hans í stjórnmálum og á vettvangi sveitarfélaganna.
I ritstörfum var hann einnig afkastamikill. Skipta má skrifum hans í þrjá málaflokka; 1)
stjórnmál á breiðum grundvelli, 2) áfengisvarnamál og 3) dulspeki.
1) Sjálfur gaf hann út Sveitarstjórnarmál fyrir eigin reikning frá 1941 til 1948, var ritstjóri þess
einnig 1953-64 en sambandið tók yfir útgáfu þess árið 1947. Hann var ritstjóri Unga íslands
1919-20, Jafnaðarmannsins á Norðfirði 1927-37, Alþýðublaðsins 1939, ritaði kennslubók í þjóðfé-
lagsfræði 1932, Stofnun lýðveldisins 1944, Samsærisáætlunin mikla 1951, Vakna þú íslenska þjóð
1947, Kjördæmaskipanin og stjórnarskrármálið 1954, Handbók fyrir sveitarstjórnir 1955 og fleira.
2) Jónas Guðmundsson var einnig mikill frumkvöðull í áfengisvarnamálum á íslandi. Hann var
einn frumherja AA-hreyfingarinnar hérlendis, stofnandi áfengisvarnafélagsins Bláa bandið,
skrifaði m.a. bæklinginn Leyndardómur ofdrykkjunnar 1950.
3) í dulspekinni var Jónas einnig virkur. Hann kynnti sér dulfræði í kringum pýramídana og
var stundum í gamni kallaður „Jónas pýramídaspámaður“. Hann skrifaði um dulspeki m.a.:
Spádómarnir um ísland 1941, Saga og dulspeki 1942, Forlagaspár Kírós 1948 og var útgefandi og
ritstjóri Dagrenningar 1946-58.
Jónas Guðmundsson var kvæntur Sigríði Lúðvíksdóttur frá Neskaupstað og áttu þau tvær
dætur. Jónasi Guðmundssyni var margvíslegur sómi sýndur á ævikveldi, hann var t.d. gerður að
fyrsta heiðursfélaga Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 1967. Jónas Guðmundsson lést 4. júlí
1973.
18