Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 65
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Alþjóðasamband sveitarfélaga
Á landsþinginu 1955 samþykkti landsþingið að leita aðildar fyrir
sambandið að Alþjóðasambandi sveitarfélaga, IULA (International
Union of Local Authorities), og á allsherjarþingi þess í Róm um
haustið var gengið formlega frá aðild íslands. Þingið sátu þeir Jónas
Guðmundsson formaður og Tómas Jónsson borgarritari fyrir íslands
hönd. í nokkur skipti síðan hefur sambandið átt fulltrúa á þingum
þess, síðast á afmælisþingi þess sem haldið var í Ósló 1991, þar sem
samþykkt var efnismikil stefnuyfirlýsing sveitarfélaganna í umhverf-
ismálum. Á vegum IULA fer fram margvísleg gagnasöfnun og
fræðslustarfsemi sem aðildarlöndin njóta góðs af.
í byrjun september 1995 verður haldið 32. þing IULA í Haag í
Hollandi. Heimsþingin eru haldin annað hvert ár til skiptis í hinum
ýmsu heimsálfum. Yfirskrift þingsins í ár er „Leið sveitarfélaganna
til nýsköpunar í alþjóðlegu samstarfi“. Fjallað verður m.a. um vax-
andi þátttöku sveitarfélaga í samskiptum milli landa, t.d. í formi
ýmiss konar ráðgjafarstarfs og tækniaðstoðar sveitarfélaga í löndum
sem lengra eru komin í þágu þeirra sem skemmra eru á veg komin,
bæði í þróunarlöndunum í suðri og í nýfrjálsu ríkjunum í Austur-
Evrópu.
í tengslum við aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu fékk
stjórn sambandsins til umsagnar fjöldann allan af reglugerðardrög-
um, m.a. um umhverfismál, og er það til marks um vaxandi alþjóð-
legt samstarf sem víða sér merki um þessar mundir enda í anda
samþykktar nr. 21 frá Ríó-ráðstefnunni um aukna þátttöku sveitar-
stjórna í alþjóðlegu samstarfi.
Evrópusamstarf í vaxandi mæli
Árið 1956 var fyrst boðað til sérstaks þings sveitarstjórnarmanna
frá aðildarríkjum Evrópuráðsins og hefur slíkt þinghald verið síðan
fastur liður í starfsemi ráðsins.
Evróputengslin hafa orðið nánari
síðustu ár með eflingu Evrópusam-
bandsins og Evrópuráðsins. Islend-
ingar hafa tekið þátt í því Evrópu-
samstarfi seinni árin með því að
sækja fundi þess, en þar er fjallað
um ýmis málefni, sem eru flestum
sveitarfélögum sameiginleg, t.d. um
fjármál, tekjustofna, bókhald og
áætlanagerð. Sambandið tilnefnir
þrjá fulltrúa á fundi þessa.
Þridja norræna
hitaveituþingiö var
haldið í júní 1990 á
íslandi. Þingiö var
helgað umhverfis-
málum og hitaveitum.
Samband íslenskra
hitaveitna og
NORDVARME, samtök
hitaveitusambanda á
Norðurlöndum, sáu um
undirbúninginn. Gott
dæmi um norrænt
samstarf.
Sveitarstjórnarmál
— Ljósmyndastofa
Reykjavíkur
Emil Thoroddsen.
63