Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 26
SVEITARSTJÓRNARMÁL
II. Sambandið treystir grunninn
Nýir tekjustofnar koma til sögunnar
verkefni sem settu svip á starfsemi
Mörg þeirra vekja athygli á seinni
tímum vegna þeirra viðhorfs-
breytinga sem orðið hafa í kjöl-
far umræðu um breytta verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga. í
ljósi síðustu viðburða í verka-
skiptingunni er sumt meira að
segja dálítið broslegt í verkefna-
skrá fyrstu sambandsstjórnarinn-
ar. Segja má reyndar að allt frá
öndverðu hafi verið togast á um
ábyrgð og skiptingu milli sveitar-
félaga og ríkisvaldsins.
Nýju stjórninni var falið að
taka upp viðræður við ríkisvaldið
um eftirtalda málaflokka og
vinna að framgangi þeirra:
a) Hlutdeild sveitarfélaga í
heildartekjum ríkis vegna sölu á
áfengi og tóbaki aukist úr 5% í
20%. Fé þessu verði jafnað niður
á sveitarfélög í réttu hlutfalli við
íbúafjölda þeirra.
b) Ríkissjóður taki á sig að
greiða allan kostnað vegna lög-
gæslustarfsemi.
c) Ríkissjóður greiði framveg-
is öll laun kennara við barna- og
unglingaskóla, enda verði
fræðslulögum breytt til samræm-
is við það.
d) Skorað var á Alþingi að
breyta ákvæðum um skemmt-
anaskatt þannig að hann rynni
Stofnþmgið fól stjórmnm ýmis
sambandsins næstu ár og áratugi.
Fyrsta sameign sveitarfélaga
Sjóðurinn „Stígur“, sem Eiríkur Briem prófessor
stofnaði 1920, var lengi vel eina sameign íslenskra sveit-
arfélaga. Sjóðinn stofnaði Eiríkur Briem í febrúar 1920
með 400 krónum og lagði inn í Söfnunarsjóð íslands. Á
sama ári bætti hann við féð þannig að 1. janúar 1921 var
sjóðurinn 1000 krónur. Sjóðurinn er um margt afar sér-
stæður. Þannig segir t.d. í skipulagsskrá að veita megi fé
úr honum til sveitarfélaga „fyrsta ár hverrar aldar“.
1. janúar 1942 var sjóðurinn orðinn 33.166,70 krónur
og í Sveitarstjórnarmálum á sama ári veltu menn fyrir
sér hve mikið yrði í sjóðnum árið 2001 en þá á í fyrsta
skipti að úthluta úr honum. Reiknuðu menn með að þá
yrði líklega um 100 þúsund krónur í sjóðnum sem var
mikið fé.
Eiríkur Briem prófessor virtist hugsa í eilífðum frem-
ur en árum og áratugum. Samkvæmt skipulagsskránni
átti Stjórnarráð íslands að taka að sér veitingu í byrjun
hverrar aldar. í fyrsta skipti áttu sveitarfélög í Húna-
vatnssýslum að njóta styrks, á þarnæstu öld sveitarfélög
í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum ásamt
Siglufirði og Akureyri. Við hver aldamót eftir það skipt-
ist styrkupphæðin milli allra sveitarfélaganna í landinu.
Vextir eiga að leggjast allir við höfuðstólinn, en fyrsta ár
hverrar aldar, fyrsta sinni árið 2001, má flytja helming
þess, sem höfuðstóllinn, fyrir viðlagða vexti, hefur vaxið
um á hinni næstliðnu öld, með vöxtum frá nýári, til
sveitarfélaganna sem styrks skyldu njóta. Nú ættu sveit-
arfélög í Húnaþingi að bíða spennt eftir stórum fjárhæð-
um um aldamótin eða hvað? Það er bara einn hængur á
— sveitarfélögin verða samkvæmt skipulagsskránni að
vera skuldlaus.
Svo virðist sem það sé einmitt tilgangurinn með stofn-
un sjóðsins að efla tilhneigingu sveitarstjórnarmanna til
þess að búa skuldlaust.
24
j