Sveitarstjórnarmál - 11.06.1995, Blaðsíða 152
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Sigurgeir Sigurðsson
formaður er hér að
taka í hönd hins
margreynda og
vinsæla sveitar-
stjórnarmanns Ölvis
Karlssonar 1987.
Sigurgeir varð
formaður árið 1987 er
Björn Friðfinnsson
hætti, þar sem hann
hvarf til starfa á
vegum ríkisins.
Sigurgeir gegndi
formennskunni til
ársins 1990 er
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson var
kosinn formaður
sambandsins.
ann og fé frá honum endurlánað til sveit-
arfélaganna, aðallega til sorp- og frá-
veituframkvæmda.
— Samskiptum við sveitarfélögin er
þannig háttað að fyrri hluta árs senda
þau inn lánsumsóknir með upplýsingum
um framkvæmdir sem sótt er um lán til
og jafnframt senda þau inn ársreikninga
sína og fjárhagsáætlanir. Þessi gögn frá
sveitarfélögunum eru lögð til grundvall-
ar útlánum hverju sinni en meginhluta
ráðstöfunarfjár sjóðsins er úthlutað að
vorinu.
Mikilvægur áfallasjóður
— Bjargráðasjóður er áfallasjóður
sem veitir eingöngu styrki, annars vegar
vegna tjóna á fasteignum og lausafé sem ekki er unnt að tryggja sig
fyrir og hins vegar vegna tjóna í landbúnaðinum, þ.e. á búfé og
ræktun. Starfsemin skiptist í almenna deild sem sveitarfélögin greiða
til árlega og veitir styrki vegna tjóna á fasteignum og lausafé og
búnaðardeild sem fær ákveðna hlutdeild í Búnaðarmálasjóðsgjaldi
af söluvörum þeirra landbúnaðarvara sem greitt er af til sjóðsins og
hluta af árlegum framlögum sveitarfélaganna. Samkvæmt lögum
sjóðsins á ríkið einnig að leggja honum til árlega fjármuni en það
hefur ekki verið gert undanfarin ár nema í undantekningartilfellum.
— Trúnaðarmenn hans eru dýralæknar, landbúnaðarráðunautar,
byggingarfulltrúar og oddvitar. Þessir aðilar meta tjónin og stað-
Björn formaður í fimm ár
Björn Friðfinnsson var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 1982-
1987. Hann fæddist á Akureyri 23. desember 1939, sonur hjónanna Hall-
dóru Sigurbjörnsdóttur og Friðfinns Olafssonar forstjóra. Björn var full-
trúi yfirborgardómarans í Reykjavík 1963-1966, bæjarstjóri á Húsavík
1966-1972, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar 1972-1976, fjármálastjóri Raf-
magnsveitu Reykjavíkur 1977-1978, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
1978-1982 og framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinn-
ar 1982-1987. Björn hvarf úr starfi hjá Reykjavíkurborg 1987, missti við
það kjörgengi til stjórnar sambandsins og varð því að láta af formennsku
þess. Hann var aðstoðarmaður ráðherra 1987-1989, en var þá skipaður
ráðuneytisstjóri. Björn er kvæntur Iðunni Steinsdóttur rithöfundi og eiga
þau þrjú börn.
150