Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Síða 11
^Það sem við gerum í sveitarstjórninni hér hefur ekki aðeins áhrif á Ölfusið. Það hefur áhrif á Suðurlandið og raunar á landið í heild sinni vegna þess að það skiptir þjóðarbúið miklu að hér komist á legg ný atvinnustarfsemi. 4 þessu svæði. Það er samdráttur í hefðbundn- um atvinnugreinum, bæði í fiskveiðunum og hefðbundnum landbúnaði, þannig að við þurfum eitthvað nýtt hingað inn á svæðið. Það er algert grundvallaratriði." Ólafur Áki kveðst telja að Ölfusið hafi ákveðna lykilstöðu varðandi orkumálin. „Það sem við gerum í sveitarstjórninni hér hefur ekki aðeins áhrif á Ölfusið. Það hefur áhrif á Suðurlandið og raunar á landið í heild sinni vegna þess að það skiptir þjóðarbúið miklu að hér komist á ný atvinnustarfsemi. Við höfum verið að athuga með fyrirtæki sem sinna hátæknivinnu en losa enga mengun út í andrúmsloftið og ég hef gagnrýnt stjórn- völd fyrir að þau standa ekki betur við bakið á okkur. Ég get nefnt framkvæmdirnar á Austurlandi sem dæmi þar sem stjórnvöld stóðu heilshugar að baki heimamönnum og að öllum þeim framkvæmdum sem ákveðið var að fara í. En mér hefur fundist skorta á þetta bakland hér á Suðurlandi." Nokkur ár eru síðan sveitarstjórnin í Ölfusinu hóf undirbúning þess að koma atvinnuuppbyggingu af stað en mesti þung- inn hefur verið á síðustu tveimur árum. „Það hefur tekið lengri tima en við bjuggumst við að kynna okkur og það sem við höfum að bjóða. Við höfum þurft að hafa talsvert fyrir því að koma Ölfusinu á framfæri en sú vinna er smám saman að skila sér. Hingað hafa komið fulltrúar nokkurra fyrirtækja á ári og litið á þær aðstæður sem hér eru til staðar. Okkur vantar nú nauðsynlegan stuðning frá stjórnvöldum til þess að lenda svona mál- um." Vilja hafa allt á hreinu „Ég held að sama sé hvað við erum að gera, hvað við vinnum mikið og erum öflug; þau fyrirtæki sem leita hingað vilja hafa „allan pakkann" ef svo má taka til orða. Stjórnendur þeirra vilja vita nákvæmlega hvað er I boði og hvað þau geta fengið líkt og gert var þegar samningurinn við Alcoa var gerður um byggingu álversins fyrir austan. Því er ákaf- lega mikilvægt í svona málum að hægt sé að setja fram í einu lagi hvað sé í boði viðkom- andi sveitarfélags og ríkisins. Þeir erlendu aðilar sem leita hingað vilja vita allar að- stæður. Þeir vilja hafa allt á hreinu." Ólafur Áki segir að taka þurfi á málum í sambandi við umhverfismat með ákveðnari hætti. Séð verði til þess að þær stofnanir og ráðuneyti, sem eiga að fjalla um viðkomandi mál og vera umsagnaraðilar, haldi málum innan þess ramma sem gert er ráð fyrir. Þvi miður sé algengt að umhverfismat taki mun lengri tima en ráðgert er í lögum vegna seinagangs í ráðuneytum og stofnunum sem eiga að annast slíka hluti. „Það verður að vera skýrt hvernig afgreiða á svona hluti. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem eru að leita fyrir sér vilja vita hvað umhverfismat tekur langan tíma og hvað umsagnartími og <g> TÖLVUMIÐLUN www.h3.is 11

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.