Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Page 15
Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri (Sveitarfélaginu Vogum og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Flveragerðisbæ.
Byggðastefna með frumkvæði
heimamanna
„Við þurfum byggðastefnu sem byggir á frumkvæði og þörfum
heimamanna. Vaxtarsamningar ramma inn þessar þarfir og eru fram-
lag hvers svæðis til byggðaáætlunar. Aðilar sem stuðla að nýsköpun
sem og ráðuneyti þurfa að koma með formlegum hætti að gerð
byggðaáætlunar og tryggja þarf að þeir vinni í takt við áætlun.
Byggðastofnun hefur siðan yfirumsjón með gerð byggðaáætlunar sem
verður grunnur að byggðastefnu stjórnvalda," sagði Páll Brynjarsson,
sveitarstjóri i Borgarbyggð, í lokaerindi á ráðstefnu um byggðamál í
Borgarnesi 20. febrúar sl.
Atvinnuþróunarfélög og samstarf fyrirtækja
Páll lagði út af því í erindi sínu að markmið stjórnvalda væri að stuðla
að stöðugleika í búsetumynstri og draga úr fólksflutningum frá lands-
byggðinni. Með það að markmiði þurfi að leggja áherslu á að efla
atvinnulífið og gæta jafnræðis á meðal ibúa.
Páll sagði getu landsbyggðarinnar í raun summuna af frumkvæði
og nýsköpun i heimabyggðum og stuðningi opinberra aðila. Af þeim
sökum þurfi að vera til ákveðinn samstarfsvettvangur fyrir þessa aðila
og atvinnuþróunarfélögin séu kjörinn vettvangur þess samstarfs. Hann
benti á að ýmsar miðstýrðar aðgerðir væru notaðar til þess að byggja
upp atvinnulífið á landsbyggðinni og að hagvöxtur skipti þar miklu
máli. Einnig yrði að huga vel að möguleikum vaxtarkjarna og þeim
aðgerðum sem byggja á frumkvæði heimamanna. í því sambandi
nefndi hann samstarf smáfyrirtækja eða svonefnda „klasa" og einnig
áherslu á stuðningskerfi atvinnulifsins.
Páll sagði að öflugt og fjölbreytt atvinnulíf réði mestu um hvar fólk
veldi sér búsetu. Annað sem fólk liti til i því efni væri góð opinber
þjónusta, önnur þjónusta og ekki síst góðar samgöngur. Með sam-
göngum væri ekki aðeins átt við vegi heldur einnig almennings-
samgöngur og góðar háhraðatengingar við Internetið. Þá skiptu hús-
næðismöguleikar máli og einnig hvaða afþreyingar- og útivistarmögu-
leikar væru í boði.
Byggðastefna með frumkvæði heimamanna
Páll varpaði þeirri spurningu fram hvaða opinberir aðilar eigi að stuðla
að jákvæðri byggðaþróun. Fyrst nefndi hann sveitarfélögin en at-
TÖLVUMIÐLUN
www.h3.is
15