Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Page 17
Fré ferðamanna Sumardagur í Reykjavík. Fólk sækir kaffihúsin ekki síður að vetri til þótt það geti tæpast setíð úti á þessum árstíma. Reykjavíkurborg Mikil fjölgun Samkvæmt upplýsingum fá Höfuðborgarstofu tók Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykja- vík á móti um 30% fleiri gestum í september, október og nóvember á liðnu ári, samanborið við sömu mánuði árið áður. í desember komu 43% fleiri í heimsókn ef miðað við jóla- mánuðinn 2007. í fréttinni kemur fram að þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað allt árið 2008 hafi fjölgunin verið minni en undan- farinn áratug eða um 3% í stað um það bil 8% fjölgunar að jafnaði sl. 10 ár. Einnig kemur fram að svo virðist sem ferðamenn leiti meira til upplýsingamiðstöðva og bóki þar ferðir, gistingu og aðra þjónustu sem er í takt við þá þróun í ferðaþjónustu, bæði hér- lendis og annars staðar. Ferðamenn virðast t auknum mæli kjósa að skipuleggja ferðir sínar sjálfir auk þess sem þeir eru hvatvísari í ferðakaupum sínum og kaupa til að mynda helgarferð með afar skömmum fyrirvara ef hún býðst á hagstæðu verði. Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála telur að óvenju mikið sé um erlenda ferðamenn um þessar mundir miðað við árstíma, sem alla jafna hefur verið fremur rólegur í ferðaþjónustu. Þá má geta þess að endurgreiðsla á virðisauka til erlendra ferða- manna hefur aukist mikið og af því má sjá að sala á ýmsum vörum til ferðamanna hefur aukist umtalsvert. Austurland 30 milljónir í menningarstyrki Menningarráð Austurlands úthlutaði nýlega hátt í 100 styrkjum til menningarverkefna. Samtals var úthlutað 30 milljónum króna og námu hæstu styrkir einni milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum. Alls bárust 140 umsóknir. í fréttatilkynningu frá Menningarráði Austurlands segir að sérstaka athygli hafi vakið hversu margir listamenn á Austurlandí sækja sjálfir um stuðning til verkefna sem þeir hafa áhuga á að hrinda í framkvæmd. Einnig er bent á hversu mikilvægt sé að fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sjái tæki- færi í að efla samstarfið við listamenn á Austurlandi á þeim erfiðu tímum sem nú eru. Listamenn hafi löngum verið helstu hug- myndasmiðir í nýsköpun og komið að gerð nýrrar vöru og vöruflokka. Aukið samstarf við Að undanförnu hefur verið unnið að því að kortleggja götur í Reykjanesbæ með tilliti til umferðarhraða og slysatíðni. Búið er að kortleggja nýjustu hverfin í Reykjanesbæ, þ.e. Tjarnahverfi og Dalshverfi 1 og 2. Eldri hverfi höfðu ekki auglýstan hámarkshraða og gildir þar því 50 km hámarkshraði. Farið var yfir slysahættur á gatnamótum, skólahverfi merkt upp og reynt að draga úr hraða þar sem aðstæður leyfðu. (framhaldi listamenn sé því afar mikilvægt fyrir framtíð og uppbyggingu á Austurlandi. verður unnið að því að lækka umferðarhraða í Reykjanesbæ og bæta þannig umferðar- öryggi. Þetta verk er unnið með tilliti til fram- tíðarsýnar Reykjanesbæjar um slysalausa sýn. Gert er gert ráð fyrir að hámarkshraði á íbúðagötum verði 30 km og 50 km á stofn- æðum og tengibrautum, með einhverjum undantekningum. Bæjaryfirvöld hafa unnið að þessu verkefni í samvinnu við Lögregluna á Suðurnesjum. Reykjanesbær Slysalaus framtíðarsýn Grant Thornton ®

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.