Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Qupperneq 22

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Qupperneq 22
Fréttir Hellisheiðarvirkjun Framlag OR til ferða- I kynningarrými Hellisheiðarvirkjunar býðst gestum að skoða glæsilega sýningu þar sem hægt er að fræðast um jarðfræði íslands, uppruna jarðhitans og orkuvinnslu I jarðvarmavirkjunum. Sýningin byggir á skoðunarferð um virkjunina sjálfa og fjölbreyttu fræðsluefni í marg- miðlunarformi auk þess sem kynningarfulltrúar Orkuveitunnar eru jafnan á staðnum og veita fræðslu og upplýsingar. Kynningarrýmið er opið alla daga kl. 9.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis og sýningin öllum opin. Gestum sýningarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt frá opnun hennar árið 2007 og koma nú u.þ.b. 3.000 manns f hverjum mánuði. Gestirnir sem heimsækja Hellisheiðarvirkjun koma alls staðar að og hefur það komið talsvert á óvart hversu margir erlendir skólahópar eiga leið um landið og líta inn. Þjóðhöfðingjar og blaðamenn hafa sýnt virkjuninni mikinn áhuga og á forseti (slands, Ólafur Ragnar Grímsson, án efa mikinn heiður af mörgum af þeim heimsóknum en hann hefur verið ötull talsmaður fyrir nýtingu jarðvarma og bent á Orkuveituna sem frumkvöðlafyrirtæki á því sviði. Nýverið var sýningin I Hellisheiðarvirkjun tilnefnd til Lúðursins, ís- lensku auglýsingaverðlaunanna, í flokki viðburða. í þessari tilnefningu felst mikil viðurkenning og verður hún eflaust til að auka hróður þessa framlags Orkuveitu Reykjavíkur til ferða- og fræðslumála á (slandi. Fleiri ferðamenn á næsta ári Framundan er mikil aukning ferðamanna I Hellisheiðarvirkjun en bæði smá og stór ferðaþjónustufyrirtæki hafa ákveðið að setja virkjunina inn I skipulagðar ferðir sínar. Þessir aðilar þjónusta fyrst og fremst erlenda ferðamenn hér á landi og koma við í Hellisheiðarvirkjun á leiðinni að Gullfossi, Geysi, Þingvöllum eða öðrum perlum Suður- lands. Það sem helst hefur þótt vanta af gestum í Hellisheiðarvirkjun eru íslenskir hópar og einstaklingar. Nú er að hefjast markvisst átak til þess að kynna virkjunina fyrir framhaldsskólum og háskólum landsins og er vonast til að þessir hópar fari að skila sér ekki síðar en næsta haust. Útlitið framundan er því bjart og gera má ráð fyrir a.m.k. 100.000 manns í heimsókn í kynningarrými Hellisheiðarvirkjunar á árinu 2009. og fræðslumála Útivistarmöguleikar á Hengilssvæðinu Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið markvisst að því að gera Hengils- svæðið að útivistarsvæði fyrir íbúa Reykjavíkur og nágrannasveitar- félaga og hafa um 120 kílómetrar af gönguleiðum verið merktir og göngustígar lagðir. Gönguleiðirnar eru styrkleikamerktar þannig að allir eiga að geta fundið sér leið eftir getu. Kynningarfulltrúar Hellisheiðarvirkjunar hafa leiðbeint fólki sem hyggst njóta útivistar á Hengilssvæðinu og einnig hafa þeir skipulagt gönguferðir um svæðið. Á liðnu sumri tóku hátt í 500 manns þátt ( skipulögðum gönguferðum á vegum Orkuveitunnar um Hengilssvæð- ið og er þess vænst að þátttakendur verði ekki færri á sumri komanda. Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga - haldið í Svíþjóð dagana 22.-24. apríl nk. Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, verður haldið í Malmö, Svlþjóð, dagana 22.-24. apríl nk. undir yfirskriftinni „Fit for the Future - How Europe's local and regional governments are prepar- ing". Allsherjarþingið er haldið 3. hvert ár og er stærsti viðburður kjör- inna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi í Evrópu. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mun taka þátt í einni málstofu þingsins og ræða áhrif fjár- málakreppunnar á íslensk sveitarfélög. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á www.cemr2009.se/. Skráningargjöld eru lægri til 15. mars, þ.e. 500 evrur, en hækka eftir það upp I 600 evrur. Drög að dagskrá þingsins er að finna á vef Sambands (slenskra sveitarfélaga, www.samband.is Seltjarnarneskaupstaður Lægstu fasteignagjöldin Seltirningar greiða nú lægstu fasteignagjöld á höfuðborgar- svæðinu. Útgjöld þeirra vegna fasteignagjalda má nú bera saman við útgjöld Ibúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á vefsvæði Seltjarnarness er að finna fasteignagjaldareiknivél sem gerir íbúum kleift að bera saman fasteignagjöld nokkurra sveitarfélaga. Reiknivélin hefur nú verið uppfærð með nýjustu álagningartölum miðað við árið 2008. Ljóst er að umtalsverðu munar ( kostnaði fasteignaeigenda eftir búsetu. SFS 22 TÖLVUMIÐLUN www.tolvumidlun.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.