Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Síða 8
Sveitarstjórnarmál
Um sveitarfélagamörk
- „Bein stefna í vestara rekamark Eiðasands"
Jón Jónsson, hæstaréttarlögmaður á Sókn, lögmannsstofu, skrifar.
Tilefni þessarar greinar eru vangaveltur
um þróun reglna um staðarmörk sveitar-
félaga og hugsanleg álitamál sem komið geta
upp vegna óskýrleika um þau. í 3. gr. sveit-
arstjórnarlaga er kveðið á um að sveitarfélög
skuli hafa staðarmörk og þeim verði ekki
breytt nema með lögum. Þá er gert ráð fyrir
því að sveitarfélög geti samið um breytingu á
staðarmörkum með samningum sem ráð-
herra staðfestir.
Það er í raun gefin forsenda sveitarstjórn-
arlaga að staðarmörk sveitarfélaga séu þekkt
og óumdeild. Við skoðun almennra réttar-
heimilda finnast hins vegar engin nákvæm
gögn um staðarmörk sveitarfélaga. Til eru
kort, ( mismunandi kvörðum, þar sem sveit-
arfélagamörk koma fram. Kortin eru sett
fram af ráðuneytum, ríkisstofnunum og aðil-
um á sviði landmælinga. Þá sýna svæðis- og
aðalskipulagsuppdrættir oft mörk sveitar-
félaga. Lega þessara staðarmarka sveitar-
félaga er jafnan ekki hnitsett og þar með
ónákvæm að ákveðnu marki. Þá er hvergi
kveðið á um hvað teljist vera „rétt" staðar-
mörk ef misræmi er milli korta.
Þessi aðstaða veldur í fæstum tilvikum
vandkvæðum, en það getur þó gerst, t.d.
vegna stórra framkvæmda sem hafa áhrif
innan fleiri sveitarfélaga s.s. virkjunarfram-
kvæmda. Eins geta komið upp álitamál vegna
húsbygginga nærri sveitarfélagamörkum.
Lega sveitarfélagamarka getur varðað mikla
hagsmuni og haft áhrif á réttindi og skyldur
sveitarfélaga, s.s. varðandi fasteignaskatt-
lagningu og ábyrgð á þjónustu.
Forsagan
Forsaga reglna um sveitarfélagamörk á (slandi
hvílir á upphaflegri hreppaskipan á (slandi. Á
því var byggt að einstakar jarðir fylgdu til-
teknum hrepp. Þessi skipan endurspeglaðist í
sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986, þar sem
kveðið var á um að byggðin í landinu skiptist
Jón Jónsson.
í sveitarfélög. Jafnframt var kveðið á um að
afréttir sem íbúar einstakra sveita áttu upp-
rekstrarrétt á, fylgdu því sveitarfélagi. Vegna
vaxandi hlutverks sveitarfélaga í skipulags-
málum varð sú breyting með skipulagslögum
frá 1997 og sveitarstjórnarlögum 1998 að
kveðið var á um að landið allt skiptist í stað-
bundin sveitarfélög. ( kjölfarið voru sveitar-
félagamörk inni á miðhálendinu dregin upp.
Núverandi staðarmörk sveitarfélaga hvíla
að grunni til á því að þau fylgja landamerkjum
jarða á sveitarfélagamörkum og eftir atvikum
merkjum afrétta. Landamerkjalög frá 1919
kváðu á um gerð landamerkjabréfa bæði fyrir
jarðir og afrétti. Telja verður að löggjöf um
jarðamat og síðar fasteignamat hvíli á þeirri
meginreglu að einstakar jarðir og aðrar fast-
eignir falli innan staðarmarka eins sveitar-
félags. Ef jörð eða lóð liggur í tveimur sveitar-
félögum ætti að greiða fasteignaskatt til
beggja sveitarfélaga. Stjórnsýsluleg ábyrgð
yrði einnig óljós, s.s. varðandi ýmsar leyfis-
veitingar, umsagnir og skipulagsmál.
f drögum að frumvarpi að nýjum sveit-
arstjórnarlögum kemur bakgrunnur núver-
andi sveitarfélagamarka vel fram, þar sem
beinlínis er vísað til landamerkja fasteigna á
sveitarfélagamörkum. Lagabreytingin er tví-
mælalaust til bóta og felur í sér heppilega
reglu, en í raun mun óskýrleiki lögformlegra
sveitarfélagamarka ennþá verða til staðar.
Landamerki jarða og mörk
sveitarfélaga fylgjast ekki að!
( landamerkjaþrætu milli tveggja jarða á
mörkum sveitarfélaga geta landeigendur
bæði samið um mörk eða fengið dóm um
landamerki. Hins vegar er kveðið á um að
staðarmörkum sveitarfélaga verði ekki breytt
nema með lögum! Landamerki jarða og
mörk sveitarfélaga fylgjast því ekki að. Sú
staða getur því skapast að hluti jarðar teygi
sig inn í nágrannasveitarfélagið. Vísbendingar
um slíka stöðu hafa komið fram, þar sem
landeigendur hafa unnið að hnitsetningu
landamerkja jarða og þau ekki fallið ofan í
sveitarfélagamörk sem dregin hafa verið upp
á kortum. Jörð er þar með að hluta í tveimur
sveitarfélögum, en sú aðstaða vekur upp fjöl-
mörg álitaefni.
Til þess að koma í veg fyrir álitamál vegna
sveitarfélagamarka væri heppilegt að ákvæði
sveitarstjórnarlaga gerðu ráð fyrir því að
mörk sveitarfélaga væru skrásett með ná-
kvæmum hætti. Mörk sveitarfélaga ættu að
vera birt á einum stað með lögformlegum
hætti, t.d. í B-deild stjórnartíðindum eða með
vísan í aðalskipulag sveitarfélags, sem ráð-
herra hefur staðfest.
Við skrásetningu staðarmarka sveitar-
félaga þyrfti einnig að huga að því að þau
féllu örugglega saman við landamerki jarða á
sveitarfélagamörkum. Unnt væri að vinna að
því með samkomulagi aðliggjandi sveitar-
félaga og viðkomandi landeigenda. Heildar-
hnitsetningu sveitarfélagamarka á landinu
yrði þó varla lokið án þess að til staðar væri
8