Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 13

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 13
koma úrgangi fyrir sem eðli málsins samkvæmt er ekki auðvelt verk. Enginn vill hafa sorp í heimagarði sínum og mörg svæði eru viðkvæm þegar kemur að geymslu og niðurbroti úrgangsefna. Flokkun sorps var raunar fyrsta skrefið sem þurfti að stíga og hefur tekið allnokkurn tíma fyrir fólk að nema þau einföldu fræði og hegða sér samkvæmt þeim. Næsta skref var að ákveða förgunaraðferðir, þ.e. hvort urða skyldi sorpið eða brenna það við háhita í þar til gerðum brennslustöðvum. Víða hefur sú leið verið farin að urða sorp eftir að flokkun hefur farið fram á tilteknum stöðum sem til þess hafa verið valdir út frá faglegum sjónarmiðum. Á öðrum stöðum varð brennslan fyrir valinu. Lítil mengun og engin áhrif á umhverfi Ástæða þess að sorpmálin eru nú í umræðunni er nýlega út komin stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar þar sem felldur er nokkur áfellis- dómur yfir stjórnsýslu umhverfisyfirvalda og meint að umhverfis- ráðuneytið hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum, einkum hvað starfsemi sorpbrennslustöðvanna varðar. Á aldamótaárinu gaf Evrópuþingið og ráðherraráð ESB út tilskipun um strangari kröfur um hámarkslosun sorpbrennsla á mengandi efnum út í andrúmsloftið. Þetta þýddi að brennslustöðvar sem ekki uppfylltu þessar nýju mengunarkröfur urðu að setja upp fullkomnari í kröfum í tilskipan um sorpbrennslu mátti losunarmagn á díoxíni og flúran vera 0.1 ng/m3 að hámarki og losunarmörk voru skilgreind fyrir tiltekna þungamálma, lofttegundir og ryk. Kröfur voru hertar um hitastig við brennslu og einnig um símælingar minnst tvisvar ári á hita- stigi auk losunar tiltekinna lofttegunda. Snyrtilegt umhverfi frárennslishreinsistöðvar i Reykjanesbæ. brennslu- og reykhreinsibúnað en fyrir var sem hafði eðlilega nokkurn kostnað í för með sér. Er þessi tilskipun barst til íslands töldu stjórn- völd að með henni væri rekstrargrundvelli kippt undan sorpbrennslu á íslandi og því beitti umhverfisráðuneytið sér fyrir að fá undanþágu frá henni. Röksemdir með undanþágubeiðninni voru einkum þær að sorpbrennslurnar væru litlar, mengun frá þeim óveruleg og hefði lítið eða jafnvel engin áhrif á umhverfið auk þess sem kostnaður við að uppfylla hin nýju skilyrði yrði sveitarfélögum ofviða. Undanþágan fékkst þótt þegar væri ekki góð reynsla af rekstri lítilla sorp- brennslustöðva í Evrópu og þær taldar verulega mengandi. í úttekt Ríkisendurskoðunar um sorpmálin er bent á að engin kostnaðargreining hafi farið fram um hversu dýr nýr sorpbrennslu- búnaður yrði eða mælingar verið gerðar á um hversu mikla mengun yrði að ræða frá þessum stöðvum. Kostnaður við breytingar réð mestu Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar var losun díoxíns mæld hjá □0% anlegur Endurvinnsla - í þínum höndum Orvinnslusjóður g þú ætlar að flokka og skila til t svo smám saman við eftir því sem kið á móti spilliefnum og langflest slu. Mig langar að endurvinna má sjá á

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.