Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 14
ísafjarðarbær, Tálknafjörður, öræfasveit,
Kirkjubæjarklaustur, Patreksfjörður, Vest-
mannaeyjar og Suðurnes voru bau svæði sem
aðlögun vegna sorpbrennslu náði fyrst til. í dag
eru sorpbrennslurnar á Kirkjubæjarklaustri, á
Svínafelli í öræfum og í Vestmannaeyjum pær
einu sem falla undir aðlögunina. Eftir að sorp-
brennslunni á Svínafelli verður lokað verða
aðeins eftir tvær sorpbrennslur sem starfa á
undanpágu frá reglum ESB.
þremur af fjórum sorpbrennslustöðvum sem störfuðu á undanþágu
frá ESB og gáfu niðurstöður þeirra mælinga til kynna að losunin væri
umtalsvert meiri en talið var og langt yfir þeim mörkum sem sett voru
í Evróputilskipuninni. Þessum niðurstöðum var ekki fylgt eftir af hálfu
yfirvalda, hvorki af hálfu Umhverfisstofnunar né umhverfisráðuneyt-
isins.
I úttekt Ríkisendurskoðunar eru líkur leiddar að því að hagsmunir
sveitarfélaganna hafi ráðið mestu um að farið var fram á sérstaka
undanþáguheimild um brennslu úrgangs. Kostnaðurvið breytingarog
lagfæringar hafi ráðið mestu en einnig var bent á sérstöðu (slands sem
afar fámenns en dreifbýls lands auk þess sem talið var að áhrif súrra
gastegunda á umhverfi væru mjög lítil.
í úttektinni kemur fram að Hollustuvernd hafi á árinu 2002 talið
umhverfislegan ávinning keyptan óhóflega dýru verði ef ráðist yrði í
að uppfylla skilyrði ESB-tilskipunarinnar og sveitarfélög hefðu ekki bol-
magn til þess að standa undir slíkum framkvæmdum.
Þótt tilskipun ESB tæki ekki gildi fyrr en á árinu 2000 var farið að
meta áhrif hennar nokkru fyrr eða þegar á árinu 1997 þegar
Hollustuvernd sendi hlutaðeigandi aðilum athugasemdir við hana af
hálfu íslands. Hugsunin að baki var sú að reyna að hafa áhrif á hana
með tilslakandi hætti áður en hún tæki formlega gildi.
Cjörbreyting hefur orðið
Ljóst er að um margt hefur verið unnið ötullega að bættri umgengni
um sorp og umhverfisvænni aðferðum beitt við förgun þess á undan-
förnum árum en áður var. Ef miðað er við stöðu þeirra mála fyrir ekki
lengri tfma en tveimur til þremur áratugum er árangurinn svo umtals-
verður að gjörbreyting hefur orðið.
En einnig er Ijóst, að fengnum upplýsingum um mengandi áhrif
sorpbrennslustöðva, aðfinna þarf sorpförgun, þarsem brennslustöðvar
hafa verið starfræktar, nýjan farveg. Það verður hins vegar ekki gert
án verulegs tilkostnaðar. Sem betur fer eru fáar sorpbrennslur enn
starfandi hér á landi og því ekki um neina óyfirstíganlega erfiðleika að
ræða.
Við þetta má bæta þeirri augljósu staðreynd að tilkostnaður við
þessa þætti umhverfismála skilar sér f bættri umgengni við umhverfið
og hollara andrúmslofti. Flestum er orðið Ijóst að sjórinn tekur ekki
endalaust við úrgangi manneskjunnar.
Gróðurstöáin Hæáarenc Hágerði, 801 Selfossi • Símar: 486-4545 / 824-4546 a
! [L. Kerhestar - hestaleiga Miðengi, 801 Selfossi Símar: 482 3666 / 867 5175 /662 4422
Borgarhús ehf, trémiðja Minni-Borg, 801 Selfossi • Símar: 486-4411 / 893-3779 teitur@borgarhus.is
Orkuveita Hæðarenda Hæðarenda, 801 Selfossi • Símar: 486-4599 / 899-9671
Grímsborgir Guesthouse
Ásborgum 30, 801 Selfossi • Símar: 555-7878 / 897-6802
Ólafur Jónsson, jarðvinna
Steinum, 801 Selfossi • Símar: 486-4494 / 893-7465
Tætari • Vörubill • Grafa • o.m.fl.
Steypustöfl Magnusar
Svínavatni, 801 Selfossi • Sími: 899-9670
Qamla 3í(Wfy ehf
Borg, 801 Selfossi
Símar: 486-4550/ 863-8814
K.Þ. verktakar ehf
Stærri-Bæ II, 801 Selfossi • Símar: 868-5901 / 862-0743
Vélaleiga Ingólfs ehf
Villingavatni, 801 Selfossi • Sími: 892-4679
MINNIBORGIR.IS
Minni-Borg, 801 Selfossi • Símar: 486-4418 / 894-3555
Sumarhús • Hestaleiga • Ferðaþjónusta
14