Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 15
lfiðtal mánaðarins
Skólamál
Heilsuleikskólinn Urðarhóll í Kópavogi er
móðurskóli Heilsustefnunnar. Heilsu-
stefnan er farin að ryðja sér til rúms í
leikskólastarfi hér á landi og kallast þeir
skóla sem vinna eftir stefnunni heilsu-
leikskóli. Markmið heilsuleikskólans eru
að auka gleði og vellíðan barnanna með
áherslu á næringu, hreyfingu og list-
sköpun. Unnur Stefánsdóttir, fyrrum leik-
skólastjóri, er frumkvöðull í starfi heilsu-
skóla. Hún stýrði Urðarhóli til ársins
2007 og þá tók Sigrún Hulda Jónsdóttir
við og hefur stýrt þessu starfi síðan. Auk
heilsustefnunnar er lögð áhersla á þróun
og nýbreytni í starfi. Sigrún Hulda ræðir
leikskólastarfið og þá sérstaklega heilsu-
leikskólann við Sveitarstjórnarmál í
viðtali mánaðarins að þessu sinni.
igrún Hulda segir að upphaf Heilsu-
stefnunnar megi rekja til þess þegar Kópa-
vogsbær opnaði leikskólann Skólatröð við
Skólatröð árið 1995 þar sem voru rými fyrir
26 börn. „Unnur Stefánsdóttir var þá ráðin
leikskólastjóri og byrjaði hún ásamt kenn-
urum Skólatraðar að móta markmið skólans
að auka gleði og vellíðan barnanna með
áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun.
Kópavogsbær tók svo yfir rekstur leikskólans
Stubbasels við Kópavogsbraut 19 árið 1997
sem áður var ríkisrekinn. Unnur var þá fengin
til að reka þessi tvö hús sem einn skóla fyrir
45 börn.
Á aldamótaárinu 2000 byggði Kópavogs-
bær nýtt og glæsilegt hús á sömu lóð og
Stubbasel. Þar með voru þessi þrjú hús rekin
undir einum hatti; þ.e. Heilsuleikskólinn Urð-
arhóll með rými fyrir rúmlega 140 börn.
Þannig að þótt Urðarhóll hafi fagnað 10 ára
afmæli sínu 17. nóvember á liðnu ári eru 15
ár frá því að Unnur Stefánsdóttir fór að móta
heilsuskólann með starfsfólki sínu."
Unnur er frumkvöðullinn
Sigrún Hulda segir að Unnur Stefánsdóttir sé
frumkvöðull og raunverulegur eigandi Heilsu-
stefnunnar. „Þegar Unnur var ráðin leikskóla-
stjóri í Skólatröð var hugmynd hennar að
aðaláhersluatriði leikskólans væru heilsa og
hreysti, enda hafði hún sjálf tekið þátt í
íþróttum frá blautu barnsbeini. Hún hafði
ávallt horft til þess að næring og hreyfing
Markmið Urðarhóls eru að
auka gleði og vellíðan
barnanna með áherslu á
næringu, hreyfingu og list-
sköpun. Þetta eru viðamikil
markmið sem eru skilgreind
á nákvæman hátt innan
Heilsustefnunnar.
—
skiptu miklu máli fyrir vellíðan og árangur í
námi og starfi. Ég var svo heppin að fá að
taka þátt í mótun stefnunnar ásamt Arn-
dísi Ástu Gestsdóttur og Guðlaugu Sjöfn
Jónsdóttur leikskólakennurum sem voru Unni
innan handar við að opna leikskólann
Skólatröð. Ári síðar kom Ingibjörg Pálma-
dóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra og
Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir og
15