Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 18
lfiðtal mdnaðarins myndir sínar aðgengilegar fyrir aðra kennara, www.leikuradbokum.net Einnig opnaði Birte Harksen fyrir nokkrum árum netsíðuna www. bornogtonlist.net og er hún vinsæl meðal kennara. Af verkefnum sem við erum að vinna má segja frá þvi að menntamálaráðuneytið veitti okkur styrk úr sprotasjóði til að gera klippi- myndir með börnunum og er Sara Marteins- dóttir verkefnastjóri. Verkefnið byggir á því að börnin fara í vettvangsferð og gera sögu um ferðina, þar með teikna þau leikmynd og sögupersónur og klippa út. Þau leika söguna og hún er tekin upp á myndband og í lokin talsetja þau myndina. Þar með er komin hreyfimynd talsett og gerð af börnunum. Þetta er mikil nákvæmnis- og þolinmæðis- vinna en öll bíða þau spennt eftir lokapunkt- inum." Stórir og smáir eflast saman En hvað felst nánar í heilsustefnunni? Sigrún Hulda segir Urðarhól skóla sem leggi áherslu á þróun og að bæði börn og starfsfólk fái notið sín í leik og starfi. „Við erum heilsuleik- skóli og leggjum áherslu á næringu, hreyf- ingu og listsköpun í öllu okkar starfi. Það er mikill metnaður og sterkur faghópur innan skólans sem er forsenda fyrir góðu skólastarfi. Kópavogsbær hefur í gegnum tíðina sýnt metnað sinn í að standa við bakið á okkur með styrkjum til þróunar í skólastarfinu síð- astliðin ár." Hún bætir því við að skólinn hafi á dög- unum fengið styrk í þróunarverkefnið „Stórir og smáir eflast saman". „Markmið verkefn- isins er að auka hjálpsemi meðal barnanna, skapa tækifæri til að auka leik og samskipti barna þvert á aldur, gefa systkinum tækifæri til að vera meira saman, dreifa álagi um húsið og þar með að minnka álag á börn og starfs- fólk. Við hlökkum til að sjá hvernig þessi til- raun kemur út og munum endurskoða hana að ári." Eflir sjálfsmynd að vera með eldri - Urðarhóll tekur við börnum allt niður i rúm- lega eins árs gömul. Hvað er sérstakt við að taka við svo ungum börnum? Hvernig blandast þau i skóla með eldri leiksystkinum? „í fyrsta skipti í vetur tókum við inn stóran hóp barna sem voru yngri en tveggja ára. Okkar áhersla fyrir þennan aldurshóp er öryggi og umhyggja, auk þess að hafa um- hverfið þroskavænlegt til að hvetja þau til hreyfingar og örvunar samhæfingar og jafn- vægis." Hún segir að í stórum og opnum skóla þurfi að huga að því hvernig þörfum yngstu barnanna verði best mætt og þróunarverk- efni á borð við „Stórir og smáir eflastsaman" sé meðal annars leið til að nýta húsnæðið betur og að hver og einn aldurshópur fái notið sín í samneyti við börn á sama aldri sem og í blönduðum hópum. „Við teljum það efla sjálfsmynd barnsins að geta að- stoðað aðra og fá að vera með sér eldri börn- um. Við berum miklar væntingar til þessara breytinga og erum þessa dagana að móta leiðir að markmiðinu." Þurfum viðurkenningu fyrir það sem við erum að gera - Eitt af því sem leikskólar hafa þurft að fást par MOttdOfi / L/ alfate^oei \í,ri ujtn^íkOj. Frá störfum á Urðarhóli. Þarna er Guðrún Björnsdóttir jp leikskólakennari að k búa til skessu með 1 börnunum eftir að “ hafa farið með þeim i heimsókn i Skessuhelli i Keflavík. Guðrún hefur starfað með leikskóalbörnum í um 40 ár og m.a. sérhæft sig i að vinna textilmennt með þeim. 18

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.