Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Side 19
„Hugmyndafræðin var fyrst kynnt opinberlega haustið 1998
og nú, 13 árum síðar, starfa 18 leikskólar eftir Heilsustefnunni
víðsvegar um landið.“
við eru þarfir barna af erlendum og blönd-
uðum uppruna sem eiga sér annan menn-
ingarheim og þurfa oft að læra fleiri en eitt
tungumál I einu. Hver er áherslan á málefni
þeirra á Urðarhóii?
„Við tökum á móti öllum börnum á þeirra
forsendum, hvort sem um er að ræða börn
af erlendum uppruna eða börn með sérþarfir
af einhverju tagi. Við erum með börn frá 13
löndum sem ekki tala íslensku að móðurmáli.
Við höfum veitt þeim aukna málörvun um-
fram daglegt starf. Börnin fara heim með
möppu sem innheldur myndir og orðin á
íslensku, foreldrarnir skrifa svo orðið á sínu
tungumáli. Þetta gefur okkur tækifæri til að
skilja þau betur og flýtir fyrir íslenskunámi
þeirra og jafnvel foreldranna líka."
Elfn María Ingólfsdóttir, leikskólasérkenn-
ari og sérkennslustjóri skólans, heldur utan
um foreldrasamskipti og samskipti við stoð-
þjónustuna. Þetta starf hefur aukist til muna
undanfarin ár og er aukin þekking grundvall-
arástæða þess. „Ég er fullviss um að snemm-
tæk íhlutun skilar sér í bættri sjálfsmynd
barna. Það skiptir öllu að við fáum viðurkenn-
ingu fyrir það sem við erum og gerum. Það
er forsenda velgengni og eflingar sjálfs-
myndar."
Sameining leik- og grunn-
skóla getur hentað í
fámennum byggðum
-Samvinna og sameining leik- og grunnskóla
er nokkuð til umræðu, m.a. vegna rekstrar-
legra forsendna sveitarfélaga. Þessi umræða
á sér nú stað nú i Reykjavik og einnig hefur
þetta komið til umræðu vítt og breitt um
landið og þá ekki sist i dreifbýlinu þar sem
margir fámennir skólar eru. Hvert er sjónarmið
Sigrúnar Huldu hvað þetta varðar?
„Þegar rætt er um sameiningu á skóla-
stigum og vitnað í lagaheimild þess efnis
kemur fram að þar sem aðstæður eru eins og
í sumum fámennum sveitarfélögum geti verið
full þörf á slíkri sameiningu. Ég er viss um að
við slíkar aðstæður getur þe,tta verið heppi-
legt enda um smærri einingar að ræða. En
þar sem verið er að setja saman leik- og
grunnskóla í fjölmennum skólum tel ég það
Spaghetti i hádeginu. Umhverfið er
fjölmenningarlegt enda börn af
13 þjóðernum á Urðarhóli.
afar varhugavert og tel að slfkt skuli aðeins
gert að vel ígrunduðu máli og þá í samvinnu
við þá sem koma til með að vinna í því um-
hverfi."
Hún segist telja að þrátt fyrir samrekstur
sé hægt að vinna saman á milli skólastiga.
„Við erum til dæmis í samvinnu við Kópa-
vogsskóla er varðar að brúa bilið milli skóla-
stiga. Einnig fer öll íþróttakennsla Skólatraðar
fram í íþróttasal Kópavogsskóla sem er góð
aðlögun fyrir börnin. Þau þekkja þá umhverfi
skólans og eru betur á heimavelli þegar
þangað kemur. Þessi samvinna er byggð á
faglegum ávinningi fyrir börnin."
Hún segir að leikskólinn hafi einnig verið í
góðri samvinnu við Kársnesskóla. „Það er
fólgið í að brúa bilið á milli skólastiga auk
þess að við fórum saman af stað með úti-
námssvæðið Ævintýraskóginn á Kópavogs-
túninu. Þar hittast hópar frá báðum skóla-
stigum og eiga stund saman. Auk þess hafa
nemendur úr 5. bekk komið til okkar í heim-
sókn og leikið við börnin."
Mikilvægt að hlúa vel að
starfsmannahópnum
Sigrún Hulda segir að allt þetta samstarf sé til
þess fallið að auka gæði skólastarfsins að
frumkvæði kennara með hag barnanna að
leiðarljósi. „Við þurfum að vinna þessi verk-
efni með grasrótinni og einnig að horfa til
þess að leikskólar f Kópavogi hafa verið vel
reknir í gegnum árin og ekki verið bruðlað.
Ég tel mikilvægt að hlúa vel að starfs-
mannahópnum á þessum tímum og er
ánægð með að Kópavogsbær fór ekki út í
frekari sameiningar eins og Reykjavík," segir
hún að lokum.
19