Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 22
Grímsnes- og Grafningshreppur Grafningnum til höfuðborgarsvæðisins. „Ég hugsa að þær hækkanir sem orðið hafa á eldsneyti hafi dregið úr þessu og nú fari t.d. fjölskyldufaðirinn eða annar fjölskyldumeðlimur öðru hverju á milli ef viðkomandi þarf að sinna vinnu eða öðrum verkefnum í borginni á meðan fjölskyldan dvelur í frístundahúsinu." Hann segir að tölvutæknin og nútíma- samskiptaumhverfi hafi einnig gert fólki auðveldara með að dvelja í frístundahús- unum. „Fólk tekur vinnuna með sér því það er eftir sem áður í sambandi við alla þá sem það þarf. Þessi tækni hefur ýtt undir að fólk notar frístundahúsin mun meira en áður." Fasteignagjöldin einu beinu tekjurnar Ekki er heimilt að fólk eígi lögheimili í frí- stundabyggðum. Þau sveitarfélög þar sem frístundabyggðir hafa myndast njóta þvf ekki útsvarstekna fólks þótt það dvelji allt upp í helming ársins eða meira í húsum sínum. „Við fáum fasteignagjöld af frístunda- byggðunum en það er líka einu beinu tekjurnar sem sveitarfélögin hafa af þess- ari starfsemi. Aðrar tekjur skapast af ýmis- konar þjónustu en í okkar tilfelli skiptist hún á milli okkar og Árbogar þar sem versl- unarrekstur á Selfossi nýtur umtalsverðra viðskipta við íbúa frístundabyggðanna." fjármuni. Fráveita frístundahúsanna er al- farið á ábyrgð eigenda en sveitarfélaginu er gert að losa þær á þriggja ára fresti. Við erum nýlega búin að ganga frá samn- ingi við Bláskógabyggð um samstarf um losunina." Hvítárbrúin mikil samgöngubót Gunnar segir sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eiga með sér mikið samstarf og möguleikar þess aukist enn frekar með tilkomu brúarinnar yfir Hvítá. „Nú tekur aðeins um fimm mínútur að aka frá þéttbýlinu í Reykholti í Biskupstungum yfir að Flúðum þar sem áður var liðlega hálfrar klukkustundar akstur. Þetta tengir atvinnusvæðin allt frá okkur í Grímsnesinu og Grafningnum, um Tungurnar og aust- ur fyrir Hvftá." Hann fullyrðir að brúin sé einhver mesta samgöngubót sem lengi hafi verið unnin í uppsveitum Árnessýslu og líklega á öllu Suðurlandi. „Hún gefur líka ýmsa möguleika í ferðaþjónustu. Með henni er hægt að brjóta „gullna hringinn" upp og fara niður að Flúðum frá Gullfossi svo dæmi sé tekið." Sameinuðum leik- og grunnskólann Talið berst að rekstri sveitarfélagsins en mörg sveitarfélög hafa átt í nokkrum erfiðleikum Grímsævintýri er heiti á árlegri hátíð i Grimsnes- og Grafningshreppi og þar er jafnan mikil og góð stemmning. Myndir: Magnús Hlynur Gunnar segir að sveitarfélagið hafi lagt í talsverðan kostnað vegna þessara byggða. „Við höfum byggt upp veitukerfi í hluta þessara hverfa sem hefur kostað umtalsverða Ingó og félagar taka lagið fyrirgesti á Grimsævintýri. Tjaldsvæðið i Grímsnesi er eitt það besta á landinu. 22

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.