Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Síða 25
„Nú tekur aðeins um fimm mínútur að aka frá þéttbýlinu í
Reykholti í Biskupstungum yfir að Flúðum þar sem áður var
liðlega hálfrar klukkustundar akstur.u
sveitarfélaga fylli þennan hóp. Þetta á sér
vissulega rætur í miklu hugsjónastarfi einnar
konu, Sesselju Sigmundsdóttur, en skapar
fámennu sveitarfélagi ákveðna sérstöðu.
Málefni Sólheima eru komin í þennan sam-
starfsfarveg þótt ekki sé búið að ganga frá
samkomulag við vistheimilið."
Samvinna um félagsmálin
Gunnar nefnir samstarfssamning um sam-
eiginlega félagsþjónustu í Hveragerði, Ölfusi,
Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskóga-
byggð, Hrunamannahreppi, Skeiða- og
Gnúpverjahreppi og Flóahreppi sem nýlega
var undirritaður. „Með þessum samningi er-
um við að sameina yfirstjórn velferðarmála í
þessum sveitarfélögum. Með þessu tel ég að
við séum bæði að spara fjármuni og styrkja
málaflokkinn. Það er ákveðin samheldni á
milli sveitarfélaganna í þessum málum og
með þessum samstarfssamningi erum við að
styrkja okkur og undirbúa flutning málefna
aldraðra til sveitarfélaganna."
Hann segist viss um að hægt sé að
Mynd: Magnús Hlynur
hagræða með ákveðinni samnýtingu í félags-
þjónustunni og nefnir aksturskostnað sem
dæmi ef félagsþjónustan og heimahjúkrunin
vinni meira saman. „Við þurfum að leita hag-
ræðís í þessu eins og í öðru. Svo er annar
þáttur í félagsþjónustunni sem við þurfum að
vinna að en hann er að rjúfa félagslega ein-
angrun fólks í dreifðu byggðunum. Hún er til
staðar. Þetta geta verið viðkvæm mál og erfið
sem nauðsynlegt er að nálgast af varfærni.
Ég held að verkefni eins og ég nefni um að
bjóða eldri borgurum að borða með skóla-
börnunum geti verið liður í því starfi."
Skortur á almennings-
samgöngum
Gunnar segir eitt af því sem skapar félags-
lega einangrun fólks viða um land sé alger
skortur á almenningssamgöngum í dreif-
býlinu. „Fólki sem ekki ekur eða á bíl hættir
til að einangrast. Þetta er mál sem við þurf-
um að huga að - hvernig skipuleggja megi
almenningssamgöngur um hinar dreifðu
byggðir. í nýrri samgönguáætlun er gert ráð
fyrir að styrkja samgöngur innan héraða í
stað eldri hugmynda um að einblína á styttri
ferðatíma frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.
Eitt af því sem sveitarfélögin þurfa að koma
að er að semja við Vegagerðina um þessi sér-
leyfi til fólksflutninga sem víða eru til staðar
og að koma upp einhvers konar almennings-
samgangnakerfi. Ég sé ekkert annað en sókn-
arfæri í þeim málum," segir Gunnar Þor-
geirsson að lokum.
Námskeið Jafnréttisstofu
Markmið námskeiðanna er að auka þekkingu á jafnréttismálum og kynna aðferðir sem
notaðar eru til að koma á jafnrétti kynjanna. Námskeiðin eru um ein klukkustund og henta
sem innlegg á starfsmannafundum, sem frœðsluerindi í hádegi eða við önnur tœkifœri.
Staða jafnréttismála
Á námskeiðinu er fjallað um stöðu og þróun jafnréttis-
mála á íslandi. Rætt er um hvað hugtakið jafnrétti felur
í sér og rýnt í rannsóknir á stöðu kvenna og karla.
Jafnréttisáætlun
Fjallað er um gerð jafnréttisáætlunar. Rætt er um
mikilvægi þess að vera með jafnréttisáætlun og
hvernig hægt er að setja skýr markmið og fylgja þeim
eftir ásamt því að auðvelda vinnu við innleiðingu jafn-
réttisáætlunar og framkvæmd hennar.
Kynjasamþætting: Hvernig getur hún nýst okkur?
Námskeiðið fjallar um aðferðafræði kynjasamþættingar og hvernig
hún er notuð til að bæta þjónustu stofnana og fyrirtækja. Kynnt eru
grundvallaratriði kynjasamþættingar og dæmi tekin sem varpa Ijósi á
hvernig stuðla má að auknum gæðum í þjónustu og starfsháttum með
jafnrétti að leiðarljósi.
eu progress samstíga
PROGRAMME
Jafnréttisstofa