Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 9
„Síðast en ekki síst hafa sveitarfélög víða komið myndarlega að málum,
bæði ein sér og í samstarfi við ríkisvaldið og einkaaðila.“
stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun
fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða
og þjóðgarða. Gjaldinu var skipt á milli um-
hverfisyfirvalda, til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða
og friðlýst svæði, og nýstofnaðs Framkvæmda-
sjóðs ferðamannastaða. Gistináttaskatturinn
er gjald sem lagt er á hverja selda gistinátta-
einingu en útfærslan hefur verið gagnrýnd
nokkuð og liggur fyrir að breytingar verða
gerðar.
Framkvæmdasjóður
ferðamannastaða
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í
vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur
hans, þ.m.t. framkvæmd úthlutunar. Sérstök
stjórn, skipuð af ráðherra, hefur það hlutverk
skv. lögum að gera tillögur til ráðherra um
úthlutanir úr sjóðnum. Formaður stjórnar-
innar er skipaður án tilnefningar, tveir stjórn-
armenn eftir tilnefningu Samtaka ferðaþjón-
ustunnar og einn eftir tilnefningu Sambands
íslenskra sveitarfélaga. í sjóðinn geta bæði
opinberir aðilar og einkaaðilar sótt um styrki
samkvæmt lögum og reglum sem um sjóðinn
gilda.
Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla
að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferða-
mannastaða ( opinberri eigu eða umsjón um
land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum
leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og
vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum
ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks
til að draga úr álagi á fjölsótta ferðaman-
nastaði.
í aðdraganda að stofnun sjóðsins setti
Ferðamálastofa saman forgangslista yfir þá
ferðamannastaði þar sem brýnast þótti að
fara í uppbyggingu, viðhald og verndun nátt-
úrunnar fyrir ágangi ferðamanna. Listi Ferða-
málastofu byggði m.a. á rauðlista Umhverfis-
stofnunar, tillögum forstöðumanna markaðs-
stofa landshlutanna, Samtaka ferðaþjónust-
unnar, Ferðamálasamtaka Islands og reynslu
starfsmanna Ferðamálastofu. Margir þessara
staða hafa þegar fengið styrki í þeim úthlut-
unum sem ákveðnar hafa verið frá stofnun
sjóðsins.
í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 er gert ráð
Við Dyrhólaey. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson/Ferðamálastofa.
fyrir að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
muni hafa úr 216 milljónum króna að spila.
Uppbygging fylgir ekki
fjölgun gesta
Eftir að ferðamönnum fór að fjölga nokkuð
hratt upp úr aldamótum hefur reynst erfitt
að tryggja að uppbygging og viðhald ferða-
mannastaða haldi í við fjölgun gesta. Ábend-
ingar hafa komið fram um þörf fyrir úrbætur
hér og þar, ástand friðlýstra svæða hefur
verið metið og aðgerðum forgangsraðað.
Mikil umræða fór af stað snemmsumars
2013 um brýna þörf fyrir gjaldtöku sem leið
til að fjármagna uppbyggingu og viðhald
ferðamannastaða. Áhugi er á því hjá stjórn-
völdum að bregðast hratt við. Á hinn bóg-
inn er Ijóst að gjaldtakan varðar hagsmuni
margra, enda er ferðaþjónusta orðin fjöl-
menn og kröftug atvinnugrein sem vegur sí-
fellt þyngra í þjóðarbúskapnum. Forsenda
sáttar um niðurstöðu og ákvörðun er að
greinargóðar upplýsingar liggi fyrir.
Því var það að undirrituð lagði til við at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að
Ferðamálastofu yrði falið að láta taka saman
greinargerð um mögulegar gjaldtökuleiðir til
að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferða-
mannastaða. Var samið við ráðgjafafyrirtækið
Alta um að vinna verkið.
Yfirlit um gjaldtöku í
öðrum löndum
Byrjað var á að fá yfirlit um fyrirkomulag
gjaldtöku í nokkrum löndum. Tilgangurinn
var annars vegar sá að finna fjölbreytileg
fordæmi sem reynsla er af og hins vegar að fá
mynd af því hvaða fyrirkomulag er algengast
í þeim löndum sem við keppum við um ferða-
menn. Ferðamálastofa óskaði jafnframt eftir
því að á grunni yfirlitsins yrðu ályktanir dregn-
ar um það hvaða fyrirkomulag gjaldtöku gæti
hentað best á íslandi.
í greinargerðinni er jafnframt reynt að
skýra hvað falist gæti í hugmyndum um nátt-
úrupassa en slíkum hugmyndum hefur verið
vel tekið af ýmsum aðilum innan greinarinnar
þótt nákvæm útfærsla hafi verið nokkuð á
9