Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Side 15
„Sveitarfélögin eiga því að vera þátttakendur og leiðandi í umræðunni
um ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar á hverjum stað fyrir sig.“
Hrein og fögur íslensk náttúra í Örlygshöfn I Vesturbyggö.
Ung atvinnugrein
f Vesturbyggð hafa orðið miklar breytingar á
stuttum tíma. ibúum hefur fjölgað um 80 á 3
árum og eru nú 960. Nú er uppbygging í stað
áralangrar hnignunar. Ferðaþjónusta á ekki
síst þátt í endurreisn og aukinni bjartsýni (
sveitarfélaginu.
í Vesturbyggð eru einhverjar mestu nátt-
úruperlur landsins. Látrabjarg er einstakt
fuglabjarg á heimsvísu, friðlandið í Vatnsfirði
og landnám Hrafna-Flóka, Rauðasandur þar
sem fegurðin ein ríkir, Arnarfjörður og Geir-
þjófsfjörður þar sem sagan drýpur af hverju
strái, þorpin Bíldudalur og Patreksfjörður og í
næsta nágrenni einhver fegursti foss landsins,
Dynjandi.
[ Vesturbyggð er ferðaþjónusta mjög ung
en á stuttum tíma hefur greinin tekið risastökk
fram á við. Á þessu ári var glæsilegt heilsárs-
hótel tekið í notkun á Patreksfirði. Nýtt afþrey-
ingar- og upplýsingafyrirtæki hefur tekið til
starfa. Veitingastöðum hefur fjölgað, tjald-
svæði hafa verið endurbætt og unnið er mark-
visst að því að bæta aðgengi að fjölsóttum
ferðamannastöðum I samráði við landeig-
endur, Umhverfisstofnun, Ferðamálastofu og
sveitarfélagið. Síðast en ekki sist er unnið að
undirbúning þjóðgarðs á Látrabjargi.
Vegna þessarar stöðu greinarinnar hefur
atvinnulífið og sveitarfélagið einstakt tækifæri
til þess að byggja upp ferðaþjónustu, grunn-
gerð, upplýsingaveitu og sýn okkar til fram-
tíðar með skipulögðum hætti í stað þess að
vera alltaf að bregðast við og bjarga hlutun-
um eins og er ríkjandi í íslenskri ferðaþjón-
ustu. Sveitarfélagið Vesturbyggð bindur miklar
vonir við að ferðaþjónusta á Vestfjörðum verði
arðbær atvinnugrein. Vesturbyggð leggur
mikið upp úr því að styðja við grunngerðina,
markaðsmál og upplýsingagjöf. Sveitarfélagið
vill sjá vandaða uppbyggingu og að þjónustan
sem veitt er sé fyrsta flokks.
Mikilvægi umhverfisverndar
og sjálfbærni
Eitt allra mikilvægasta verkefni okkar allra í
dag er að vinna að sjálfbærni og umhverfis-
vernd. Sveitarfélög eiga að vera leiðandi á
þessu sviði og vinna með ferðaþjónustunni að
aukinni umhverfisvitund sem aftur eflir ferða-
þjónustuna. Umhverfisvottanir gegna veiga-
miklu hlutverki vegna þeirra viðmiða sem
Látrabjarg er einstök náttúruperla sem hefur mikið
aðdráttarafl. - Myndir: Qunnlaugur Júliusson.
sveitarfélögin þurfa að mæta í vottunarferl-
unum og þar með breyta því sem breyta þarf
til batnaðar. Skólar og smábátahafnir Vestur-
byggðar eru með Grænfána- og Bláfánavottun
og sveitarfélög á Vestfjörðum vinna að Earth
Check vottun. Til að styðja við þetta eru aðrar
stofnanir Vesturbyggðar að marka sér um-
hverfisstefnu, byggða á Grænum skrefum
Landverndar. Allt þetta er hluti af ímynd sveit-
arfélagsins og markaðssetningu þess sem
nútímalegt, framsækið sveitarfélag. Markaðs-
setningin er ekki síður mikilvæg gagnvart íbú-
unum til að efla sjálfsmynd þeirra.
Lærum að meta mikilvægi
ferðaþjónustu
Þau sveitarfélög sem eru svo heppin að hafa
friðlönd eða þjóðgarða innan sinna vébanda
þurfa að kunna að meta þau og nýta til
markaðssetningar. Vesturbyggð hefur t.d.
kosið að horfa til umhverfisverndar í fram-
tíðarsýn sinni. Sveitarfélögin eiga því að vera
þátttakendur og leiðandi í umræðunni um
ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar á
hverjum stað fyrir sig. Ferðaþjónusta snýst
ekki aðeins um móttöku ferðamanna heldur
lika hvernig gestgjafar við viljum vera og
hvernig samfélag við viljum kynna. Það er því
mikilvægt að sveitarstjórnarmenn þekki skyld-
ur sínar gagnvart ferðaþjónustunni og taki
þessa atvinnugrein alvarlega. Það skiptir máli
fyrir alla.
15