Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Síða 24
Seyðisfjarðarkaupstaður
legar fyrirfram. Hægt er þó að sigla með
henni á öðrum tíma en þá er þjónustan um
borð (lágmarki og ferðin ekki bókanleg fyrir-
fram.
Hér er um að ræða vannýtta gátt inn í
Austurland, að mati Arnbjargar. „Það þarf
þó að huga að innviðunum svo hægt sé að
laða fólk af meginlandi Evrópu til okkar, það
sama gildir um flugvöllinn á Egilsstöðum. Við
sjáum möguleika á að laða til okkar fólk á
skíðasvæðin í Stafdal og (Oddsskarð og svo I
hálendisferðir, en til þess að það náist þarf
að vinna markvisst að því, bæði hvað varðar
uppbyggingu áfangastaðanna og að mark-
aðsstarfi. Við bindum vonir við að markaðs-
átak, sem er að hefjast á vegum Austurbrúar,
skili okkur miklu á komandi árum."
Hún segir að um 6.500 manns hafi komið
til Seyðisfjarðar með öðrum farþegaskipum
en Norrænu á þessu ári, um 8.500 manns
séu áhafnarmeðlimir taldir með. „Við getum
því með stolti sagt að það séu á bilinu 45.000
til 50.000 manns sem fara hér um höfnina
árlega. Flestar hafa skemmtiferðaskipa-
komurnar verið 17 árið 2009 og fæstar um 6
ef við skoðum síðustu 10 ár. Á næsta ári eru
þegar bókuð 9 skip með um 7.000 farþega
og þá um 2.500 manns ( áhöfnum skipanna.
Það má segja að vaxtarbroddurinn ( atvinnu-
lífinu sé í ferðaþjónustunni og reiknast okkur
til að um sé að ræða 15 heilsársstörf og til
viðbótar komi um 60 til starfa yfir sumar-
mánuðina; oft skólafólk og aðkomufólk."
Um helmingsfjölgun gistinátta
Arnbjörg segir að gistirýmum hafi fjölgað á
undanförnum árum og enn sé áætlað að
bætist við gistirými næsta ár. „Þó nokkrir að-
ilar eru að byggja og breyta eldra húsnæði
með það fyrir augum að bjóða gistingu fyrir
ferðamenn. Sumarbústaðahverfi er í upp-
byggingu rétt utan bæjarins, sem hefur
fengið mjög góðar móttökur og einnig er
verið að byggja hótelíbúðir inni ( bænum.
Sumarið var okkur gott og til dæmis var
fjölgun gistinátta á tjaldsvæðinu í júlí um
50%. Þá var aukning á milli ára hjá flestum
ferðaþjónustuaðilum. Farfuglaheimilið, sem
hefur verið hér lengi starfandi, keypti Gamla
sjúkrahúsið og endurnýjaði það fyrir gisti-
þjónustu sína. Þá eru gistiheimili starfandi
sem gengið hafa vel."
Hótel Aldan er burðarásinn í ferðaþjón-
ustunni, að sögn Arnbjargar. „Þar er unnið
að því að auka gistirými en nú þegar er rekið
glæsilegt gistirými í gamla Landsbankahúsinu
og gamla Hótel Snæfelli, sem verið er að
gera upp. Hótel Aldan rekur mjög góðan
veitingastað i einu af gömlu verslunarhús-
unum. Einnig má nefna Bístró Skaftfell í
kjallara Skaftfells menningarmiðstöðvar auk
félagsheimilisins Herðubreiðar, þar sem er
bíó og salir til fundahalda og skemmtana."
Seyðisfjörður er „hipp og kúl"
„Seyðisfjörður er vinsæll viðkomustaður fyrir
þá sem eru ferðast í kringum landið og til
dæmis númer 7 á „toppick" lista hinnar
heimskunnu ferðahandbókar Lonely Planet,
sem einn af áhugaverðustu stöðunum á
íslandi að heimsækja. Við státum af fjöl-
breytni (ferðaþjónustunni og má þar nefna
að í Skálanesi er rekið náttúru- og menn-
ingarsetur. Setrið tekur á móti ferðamönnum
en hefur sérhæft sig í að taka á móti erlend-
um háskólahópum og hefur verið í samstarfi
við erlenda háskóla hvað það varðar. Það eru
sérstaklega meistaranemar sem koma þá og
stunda rannsóknir um ákveðinn tíma, en
leggja í sumum tilfellum líka hönd á plóg í
verndun umhverfisins."
Arnbjörg segir ýmislegt í boði í afþrey-
ingu, svo sem gönguferðir um bæinn undir
leiðsögn. „Hér er einnig boðið upp á marg-
rómaðar kajakferðir, hjólaferðir og hægt
að fara á sjóstangaveiði. Kafarar hafa sótt
hingað til að kafa niður að olíuskipinu El
Grillo sem var sökkt hér í firðinum á stríðsár-
unum. Þá eru hér kjöraðstæður fyrir þá sem
stunda svifvængjuflug (e. paragliding), með
því að svífa fram af Bjólfinum. Þá er hér
ágætur níu holu golfvöllur, líkamsræktarstöð
og sundhöll. Listamenn sækja mikið í Seyðis-
fjörð og áberandi er að mikið af ferðamönn-
unum sem sækir Seyðisfjörð heim er af yngri
kynslóðinni. Margir telja að það sé vegna
þess að ímynd Seyðisfjarðar er „hipp og
kúl", eins og sumir orða það," segir Arnbjörg
Sveinsdóttir.