Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Síða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Síða 26
Jafnréttismál Isólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, býður landsfundargesti velkomna. sér ákveðin markmið sem eiga m.a. að tryggja jafnrétti kynjanna að því sem snýr að byggðaþróun og atvinnulífi á landsbyggð- inni og gera kynjaáhrif sýnileg þannig að hægt sé að upplýsa stjórnvöld um stöðu kynja víða um land. Auðvelda þarf nýbúum aðlögun Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynn- ingarfulltrúi Rangárþings eystra, kynnti nýtt verkefni sem sveitarfélagið hefur unnið að og miðar að því að auðvelda íbúum af erlendum uppruna aðlögun að samfélaginu. Hún sagði að nú væru innflytjendur tæplega 11 % Ibúa og því nauðsynlegt að veita þeim ákveðna þjónustu. Mikilvægt sé að fólk af erlendum uppruna þekki réttindi sín og hafi tækifæri til að sækja þjónustu eða ráðgjöf til starfs- manna sveitarfélagsins. Vinnuhópur um fjölskyldu- og atvinnulíf Arnfríður Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri á Jafnréttisstofu, gerði I sínu erindi grein fyrir starfi vinnuhóps um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs en Guðbjartur Hannesson, þá- verandi velferðarráðherra, skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, fylgir verkefninu nú eftir. ( vinnuhópnum sátu fulltrúar frá Alþýðu- sambandi (slands, Samtökum atvinnulífsins, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Banda- lagi háskólamanna, Kvenréttindafélagi (s- lands, Kvenfélagasambandi (slands og Femín- istafélagi íslands. Samræmt skóladagatal í Garðabæ Vilhjálmur Kári Haraldsson, mannauðsstjóri I Garðabæ, flutti erindi sem hann nefndi „Sveitarfélag sem vinnur að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs". Vilhjálmur Kári sagði frá því hvernig Garðabær skipuleggur þjónustu sína út frá velferð og aðstæðum fjölskyldna. Hann sagði markmið bæjarfélagsins að stofnanir bæjarins starfi í samvinnu við fjöl- skylduna og taki mið af ábyrgð foreldra á börnum sinum. Garðabæ leggi mikla áherslu á val foreldra þegar kemur að dagvistun barna með því að bjóða háar niðurgreiðslur og gæta að því að dagforeldrar hækki ekki verðskrá sína sem því nemur. I Garðabæ er að auki rekinn ungbarnaleikskóli og börn eru tekin inn á leikskóla eigi síðar en 18 mánaða og stundum fyrr og þar er einnig samræmt skóladagatal þar sem vetrarfrí, skipulags- dagar starfsmanna o.fl. er samræmt á milli skóla. Um 23% kvenna á Suðurnesjum hafa sætt ofbeldi Lovísa Lilliendahl, verkefnastjóri Suðurnesja- vaktarinnar, flutti erindi um árvekniverkefni gegn heimilisofbeldi á Suðurnesjum en þar hafa sveitarfélög og lögreglan tekið hönd- um saman og mótað aðgerðir þegar kemur að ofbeldi I nánum samböndum. Hún sagði aðdragandann að verkefninu hafa verið skýrslu ráðherra frá 2011 en hún sýndi að á Suðurnesjum höfðu 23% kvenna sætt ofbeldi í nánum samböndum. Þegar staðan var skoðuð fyrir eitt ár kom ( Ijós að 4% kvenna höfðu orðið fyrir ofbeldi á Suðurnesjum en það var töluvert hærra hlut- fall en í öðrum landshlutum. Því var ákveðið að setja af stað árvekniverkefni gegn heim- ilisofbeldi. Lovísa sagði að vinnuhópurinn hafi sett fram aðgerðaáætlun sem var kynnt fyrir sveitarstjórnum á svæðinu en meginmarkmið verkefnisins er að koma í veg fyrir fleiri brot, koma til móts við brotaþola og gerendur og nýta öll möguleg úrræði. Hún sagði tals- verðan árangur þegar hafa náðst. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra lafnréttisstofu, flytur erindi á landsfundinum. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.