Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 2
RITSTJÓRNARGREIN
Nú hefur Hermes göngu sína í
nýjum búningi. Við erum vongóð-
ir um að hann hljóti þær móttök-
ur, sem hann þarf til að honum
verði lífs auðið. Utgáfa hans hef-
ur verið gloppótt fram til þessa;
alls hafa komið út þrjú blöð og
sum þeirra að minnsta kosti með
hálfgerðum harmkvælum. Nú er
ætlunin að koma útgáfunni á fast-
ari grundvöll. Blaðið hefur verið
stækkað og efnið er nú ekki jafn
rígbundið félagslífi og fréttum frá
nemendasambandinu og verið hef-
ur. Það verður að nokkru leyti
heimilisblað, blað sem meðal ann-
ars efnis flytur greinar um menn-
ingarmál og þjóðmál, ljóð, sögur
o.s.frv., þ. e. verður annað og meira
en fréttablað. Fyrst og fremst verð-
ur seilzt eftir efni til Samvinnu-
skólamanna, eldri sem yngri, en
einnig annarra, ef svo ber undir.
Takmarkið er að koma út tveim-
ur blöðum á ári til að byrja með.
En bakvið útgáfu svona blaðs
liggur talsverð vinna, sem verður
að vera ókeypis, fyrst um sinn að
minnsta kosti. Því verða sem flestir
að leggja hönd á plóginn og bregð-
ast vel við, ef til þeirra verður leit-
að til stuðnings blaðinu. Vinsæld-
ir blaðs sem þessa hljóta líka að
byggjast töluvert á því, að sem
flestir skrifi í það.
Einnig teljuni við, að með auknu
lífi í þessu blaði sé starf NSS kom-
ið á breiðari grundvöll en áður
var, og að þar með opnist ný við-
horf til þátttöku þeirra nemenda
Samvinnuskólans, sem útskrifuð-
ust meðan skólinn starfaði í
Reykjavík, en fæstum þeirra hef-
ur til þessa þótt ástæða til að ganga
í nemendasambandið. Við viljum
sérstaklega hvetja þá nemendur
Samvinnuskólans, sem enn hafa
ekki gerzt félagar í NSS, til að
gerast það hið fyrsta, og styrkja
okkur þar með í því starfi, sem
NSS er ætlað: að stuðla að aukn-
um kynnum milli þeirra, sem hafa
fengið menntun sína í Samvinnu-
skólanum — og það er meðal ann-
ars í þeim tilgangi, sem þetta blað
er gefið út.
Ætlunin er að árgjöld nemenda-
sambandsins kosti útgáfuna, og
verði hægt að senda blaðið út án
nokkurra aukaútgjalda frá ykkar
hálfu. Sýnið nú viljann í verki,
sendið efni og tillögur um gerð og
útlit blaðsins og stuðlið að því, að
sem flestir ungir og gamlir sam-
vinnuskólamenn gangi í sitt eigið
nemendasamband.
hermes
Vor 1963 - 4. árg. - 1. tbl.
Útg.: NSS
Ritstjóri:
Bragi Ragnarsson
Aðrir í ritstjórn:
Árni Reynisson
Dagur Þorleifsson
Gunnar Sigurðsson
Sigurður Hreiðar
Ljósmyndari:
Kári Jónasson
Uppsetning:
Sigurður Hreiðar
Prentun:
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Myndamót:
Rafgraf
Afgreiðsla hjá
Degi Þorleifssyni, Safamýri 44