Hermes - 01.04.1963, Side 7
orðum. En það sýnir bezt grunnfærnislega og alvörulausa afstöðu
almennings í þessum málum, að ívitnuð orð skyldu fyrst og fremst
finna hljómgrunn sem broslegur brandari. Nú veit ég að vísu ekki
með hvaða hugarfari kaupmaðurinn kom vigorðum sínum svo oft
og lengi á framfæri — það er hugsanlegt, að hann hafi jafnvel
sjálfur brosað í kampinn. En hvað sem líður viðhorfi skyldra og
vandalausra til þessa sérstæða auglýsingarkjarna, er hann virð-
ingarverður í sjálfum sér: eitt það humaniskasta, sem heyrzt hefir
í þeim stríða auglýsingastraumi, er mætt hefir á þjóðinni æ sterk-
ar á undanförnum árum. Vissulega ætti að vera höfuðmarkmið
allra fyrirtekta manna ,,að auka ánægjuna", sem óhjákvæmilega er
skilgetið afkvæmi sjálfrar lífshamingjunnar.
Það er kunnari staðreynd en um þurfi að tala, að hamingja
manna eða vellíðan samanstendur af tveim meginþáttum: andleg-
um og efnislegum. A hvaða þroskastigi, sem þeir standa, er það
gagnverkun þessara meginþátta og samspil þeirra, sem gildir og
sker úr um það, hvort um vansælu eða hamingju er að ræða. Hin
andlega hlið þessara mála verður ekki rædd hér. Aftur á móti skal
leitast við að rekja örfáa þræði þeirrar efnislegu og benda á nokkur
atriði, sem skipta máli varðandi hana.
Nú á dögum er mikið talað um fjárhagslegt lýðræði og fjárhags-
öryggi manna. Það er að sjálfsögðu ekki að ófyrirsynju. Hvort
tveggja er, að tímarnir hafa mótast af sterkri efnishyggju og all-
almennri auðsöfnun í stærri og minni stíl, enda líka ríkir full við-
urkenning á því, hversu ósegjanlega mikil áhrif öll efnahagsafstaða
einstaklingsins verkar á líf hans og líðan. Það þarf enga strípaða
►
efnishyggjumenn til þess að hafa opin
augu fyrir þeirri staðreynd, að án vissra
lágmarksmöguleika í efnahagslegu tilliti,
getur tæplega verið um „mannsæmandi"
líf að ræða — amk. ekki almennt.
Efnahagslegur máttur og öryggi mynd-
ast af mörgu. Annars vegar eru öflunar-
möguleikarnir svo sem heilsa, dugnaður,
atvinna, kaupgjald eða afrakstur ofl. Hins
vegar eyðslu- eða neyzluþörfin svo sem
framfærsla, opinber gjöld ofl. kvaðir. —
Liggur í augum uppi, að varðandi hvort
tveggja þetta er það ekki aðeins persónu-
leg fyrirhyggja og útsjónarsemi einstakl-
ingsins, sem gerir gæfumun. Margt er
honum lítt eða ekki viðráðanlegt, svo
sem almennt stjórnarfar með öllum
sínum inngripum. En róttækari jafnvel
hinu tilætlunarsamasta stjórnarfari eru
fyrirvaralaus slysa- og tjónareiðarslög,
sem í einu vetfangi svipta burtu eftir at-
vikum miklum eða litlum eignum manna,
stundum því, sem meira er um vert: lífi
þeirra og limum.
Næst einsemd mannsins frammi fyrir
þungbærustu örlögum tilfinningalífsins,
kemur sennilega smæð hans og vanmátt-
arkennd gagnvart hamförum óvæntra