Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 8
slysa. Einmitt þar þverbrestur átakanlegast sú öryggiskennd, sem er einn helzti hyrningarsteinn lífs- hamingju. Og þsgar hugsað er til þess, hversu margs konar slysatil- felli eru tið og víðtæk, liggur í aug- um uppi, hversu þýðingarmikið það er að brynja sig gegn skaðvöldun- um af fremsta megni. Slysahættan vofir allsstaðar yfir. Enginn veit, hvenær hún hittir sjálfan hann. í dag mér — á morg- un þér. „Ég geng í hættu, hvar ég fer“, segir skáldið, og annað spyr: „Hvar er í heimi hæli tryggt“. — í þessum andvörpum speglast aldalöng lífsreynsla. Þótt það virðist næsta óumdeilan- legt, hversu dýr- mætt er beinlínis fyrir líf og líðan að draga sem allra mest úr sérhverj- um þeim skakka- föllum, sem á ann- að horð í mannlegu valdi stendur að milda, heyrist ekki ósjaldan sú mótbára, að þar sem það verði aldrei bætt, sem sárast svíður, þegar verst tekst til, taki það því ekki að fást við hitt, sem minna er um vert. Þarna rugla menn ólíku saman, sem verður að halda aðskildu. I þessum málum ber á tvennt að líta. Sumt — til- finningalega hliðin — er svo vaxið, að fela verður þeim mí'.tarvöldum, sem hver treystir bezt til að friða og græða. Annað — fjárhagsáhrifin — eru þannig í eðli sínu, að menn sjálfir hafa núorðið marga mögu- leika til þess að sjá sér og sínum farborða á eigin spýtur í félagslegri samstöðu með öðrum. Það eiga þeir að gera. Það er þeirra skylda. Per- sónuleg ábyrgð manna léttist ekki við það, að þeim er ekki unnt að ráða við allt. Hér verða menn að- eins að gera upp á milli þess, sem í þeirra sjálfra valdi stendur að gera og hins, sem þeim er ofvaxið og þeir verða að fela þeim á vald, sem líklegastur er til að „leggja smyrsl á lífsins sár og lækna mein og þerra tár“. Látum við svo menn í friði með viðkvæmustu einkamál sálarinnar, ,,en seilumst til annars og nær“. Að því hefur verið vikið, að hin róttækustu áhrif til niðurrifs efna- hagslegu sjálfstæði manna, stafi frá sífellt yfirvofandi óhöppum og slysum. Með tilliti til þess, eru augljós hugarfarsleg áhrif þess að hafa með fullri ábyrgðartilfinningu og fyrirhyggju í tíma tryggt sér fullnægjandi fjárhagsvernd gegn skaðvöldunum. — En vegna þess, hvað hér getur oltið á miklu, þarf óhjákvæmilega félagslega samstöðu við marga til þess að útjafna og helzt eyða með öllu á- hrifunum af lam- andi fjárhagsáföll- um. Hér ásannast mjög greinilega, að það er sízt of djúpt tekið i árinni hjá skáldinu og spek- ingnum, sem sagði þessi oftlega ívitn- uðu orð: „Maður- inn einn er ei nema hálfur — með öðr- um er hann meiri en hann sjálfur“. Þetta á nefnilega alls ekki eingöngu við í hjúskapar- og fjölskyldulifi, þótt þar sé málið við- kvæmast. Sami sannleikur stendur í fullu gildi fram á breiðan vett- vang félagslegra samskipta manna. Og það er a.m.k. spurning, hvort hin viturlegu orð standa nokkurs staðar í skírara ljósi en einmitt gagnvart því fyrirbæri, sem hér er komið að: almennri, skipulagðri samhjálp nútímamanna sér til verndar fyrir ófyrirsjáanlegum BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON er fæddur að Stað í Aðalvík árið 1910. Hann stundaði nám í Núpsskóla og síðar í Samvinnuskólanum og útskrif- aðist þaðan 1931. Hefur gegnt margvíslegum trúnaðar- störfum, m. a. verið aðalbókari og gjaldkeri Síldarútvegs- nefndar, meðlimur í stjórn Kaupfélags Siglfirðinga, er- indreki Landssambands íslenzkra útvegsmanna, erindreki Sambands íslenzkra samvinnufélaga, framkvæmdastjóri fjársöfnunar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna 1948 og framkvæmdastjóri Kirkjusands hf. 1954-1960, er hann gerðist útbreiðslustjóri Samvinnutrygginga, en því starfi hefur hann gegnt síðan. Kona Baldvins er Gróa Ásmundsdóttir frá Akranesi og eiga þau tvo syni.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.