Hermes - 01.07.1965, Side 2

Hermes - 01.07.1965, Side 2
hermes útgefandi: NSS sumar 1965, 6. árg. 1. tbl. ritstjórn: DAGUR ÞORLEIFSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON ERNIR SNORRASON GUNNAR SIGURÐSSON ÓLAFUR ÞÓRÐARSON RANNVEIG HARALDSDÓTTIR prentun: PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR myndamót: RAFGRAF afgreiðsla: DAGUR ÞORLEIFSSON, safamýri 44 / frœðsludeild sís Ernir Snorrason: Tilraun til glöggvunar Það er ef til vill rétt, að existentialisminn eigi upphaf sitt í heilabrotum fyrstu, kristnu guðfræðinga um syndina eða ábyrgð mannsins gagnvart guði. Heilagur kirkjufaðir Agústínus (354—430), sem í æsku hafði verið breyzkur mjög, en frelsast fyrir guðlega vitrun, hélt fram svokallaðri præ- destination: Með því að maðurinn getur ekki komizt hjá því að syndga, er það fyrirfram af guði ákveðið, hvaða einstaklingur frelsast eða týnizt niður í hin hinztu myrkur. Maðurinn missir ekki frelsið vegna eigin synda heldur Adams. Andstæður þessari skoðun Agústínusar var Pelagus nokkur, en kenningar hans voru nefndar eftir honum Pelagianism: Sérhver einstaklingur fæðist jafn frjáls og Adam og missir frelsi sitt við sínar eigin syndir en ekki Adams. Þannig hafnar Pelagus kenningu Agústínusar um erfðasyndina, sem kirkj- an hafði tekið upp sem grundvallarkennisetningu sína. En hann var árið 418 dæmdur villitrúarmaður; einstætt dæmi, að áliti kirkjunnar, um að frelsið eða að minnsta kosti hugsunarfrelsi væri af hinum illa. 1400 árum síðar tók Daninn Sören Kierkegaard (1813—1855) upp þráð Pelagusar, þó að hann væri að sínu leyti eins mikið á móti Pelagusi og (Determinism), nauðhyggju Agústínuar og Hegels, sem ritverkum hans var beint gegn: Ef við erum syndarar eingöngu vegna synda Adams eða ann- arra forfeðra, þá er synd okkar aðeins slæmur arfur, sem við berum ekki ábyrgð á. Forsenda synda eða að geta syndgað er því, að maðurinn sé frjáls. Og sé maðurinn frjáls, þá hlýtur hann að bera í sér innstu orsakir gjörða

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.