Hermes - 01.07.1965, Side 14

Hermes - 01.07.1965, Side 14
arra stjörnuhvela, sem séu jafn gömul og Vetrar- brautin, og þá stöndum við andspænis þeirri stað- reynd, að þúsund billjónir hnatta séu byggðir mönn- um. Þessar tölur eru að sjálfsögðu ágizkun. Þær geta verið miklu hærri eða miklu lægri. Það skiptir ekki svo miklu máli, heldur hitt, að telja má svo til full- víst, að úti í geimnum eru menn. Sumir eru ef til vill eins þróaðir og við, aðrir ef til vill mun háþró- aðri, enn aðrir geta verið frumstæðari. En þeir eru þar. Þetta er ein þeirra staðreynda, sem vísindi nútímans hafa opinberað manninum, og sem hann getur ekki á móti mælt. Og sú staðreynd, að jörðin er einungis einn hnöttur af ótrúlega mörgum, sem byggðir eru mönnum eða vitsmunaverum — vissan um það, að einstaklingurinn hér á jörðinni er ekki einungis einn af 3.5 milljörðum jarðarbúa, heldur er hann lítill dropi í hinu ótrúlega stóra mannhafi alheims- ins — þetta er þvílík andstaða fyrri vitneskju jarð- arbúa, að hún kippir fótunum undan fyrri lífsskoð- unum og trú hins vestræna manns. Ef á heildina er litið, eru jarðarbúar einungis lítil fjölskylda í hinu stóra samfélagi mannlífsins. Þetta er sú nýja heimsmynd, sem nútíma vísindi hafa lagt á borð fyrir nútímamanninn. Gamlar skoð- anir um manninn, guð hans og tilgang geta illa að- lagast þessari nýju heimsmynd. Og nútímamaður- inn ber þess greinilega vitni. Sú bylting, sem átt hefur sér stað í tækni og vísind- um á hinni nýju öld, hefur valdið gjörbreytingu á lífi manna og lífsskoðunum. Gufuvélin, og sú tækni og vélmenning, sem fylgt hefur í kjölfar hennar, hefur skipt jarðarbúum í tvennt. Hin þróuðu ríki senda geimfara sína umhverfis jörðina og taka nærmyndir af tunglinu, en hinum megin á hnetti vorum plægja menn jörðina með tréplógum. Meiri- hluti jarðarbúa lifir á barmi sultar, en á Vestur- löndum ríkir velmegun, sem gert hefur hjartasjúk- dóma algengustu dánarorsök íbúa hins þróaða þjóðfé- lags. Og bilið milli þessara öfga — ofláts og sult- ar breikkar stöðugt. Jarðarbúum fjölgar einnig stöðugt. Með sömu hlutfallslegri fjölgun mannkyns- ins, verður allt landsvæði jarðarinnar ekki nægilega stórt fyrir jarðarbúa að standa á eftir 285 ár. I dag stendur nútímamaðurinn andspænis þeirri staðreynd, að þrátt fyrir alla sína framþróun á sviði tækni og vísinda, geimferðir sínar, eldflaugar og gerfihnetti, er ástandið á jörðinni sjálfri verra en áður. Byltingin á sviði vísindanna gerðist hratt —

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.