Hermes - 01.07.1965, Síða 15

Hermes - 01.07.1965, Síða 15
og gerist hratt. Nútímamaðurinn hefur ekki lengur tök á að stjórna þróuninni né beina henni í þá átt, sem farsælust væri fyrir jarðarbúa. Maðurinn er orðion þræll uppfinninga sinna — uppfinninga, sem geta útrýmt mannkyninu hvenær sem er, jafnvel vegna einfaldra mistaka. Maðurinn sjálfur hefur ekki þróast jafnhliða hinni miklu vísindalegu þróun. Tuttugasta öldin — öld vísindanna — er einnig öld tveggja heimsstyrjalda, öld sultar og hörmunga fyrir tvo þriðju hluta mann- kynsins, öld misréttis. Hún er öld 12 milljóna morða — hún er öld án friðar. Hún er öld vetnissprengj- unnar, sem hangir yfir höfðum jarðarbúa í stað sverðsins forðum. Á Vesturlöndum, og raunar víðar, er 20. öldin einn- ig öld vélmenningar og hraða. Hún er sú öld, þegar einstaklingurinn missti trú sína á. guð sinn og tilgang — og fékk ekkert í staðinn. Hún er öld bess harm- leiks, þegar maðurinn tapaði tilgangi sínum og ein- angraðist mitt á meðal samborgara sinna í heimi vélmenningarinnar. Nú er það í sjálfu sér ekkert nýtt, að einstakling- urinn finni engan tilgang í lífinu, telji sig hvergi eiga heima í samfélagi mannanna. Fransba skáldið Eustache Deschamps orti t. d. á fimmtándu öld: Why are the times so dark Men know each other not at all, But governments quite clearly change From bad to worse? Days dead and gone were more worth while Now what holds sway? Deep gloom and boredom, Justice and law nowhere to be found. I know no more where I belong. „I know no more where I belong.” — Menn, sem þannig er ástatt um, hafa alltaf verið til, en fyrr á tímum voru slíkir menn undantekningar frá regl- unni. Nú er þetta orðin meginregla. Nútímamaður- inn kemur ekki auga á tilgang sinn né hlutverk. Hann hefur einangrast í mannhafi vélræns þjóðfé- lags, og oft á tíðum gefst hann upp við að leita til- gangs síns, gefst upp við að þræða völundarhús lífsins og leita leyndardóma þess. Og þar af leiðandi stendur honum á sama um með- bræður sína. Fyrir nokkru gerðist það í New York seint að kvöldi, að a. m. k. 35 manns horfðu út um glugga íbúða sinna og sáu mann myrða konu með hníf á götunni fyrir utan. Maðurinn réðist fyrst á konuna og særði hana alvarlega. Hún hrópaði á hjálp og maðurinn hljóp í burtu. Konan skreið helsærð eftir götunni og kallaði á hjálp í um 10 mínútur. Þá kom maðurinn aftur og lauk við verk sitt.

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.