Hermes - 01.05.1969, Page 7

Hermes - 01.05.1969, Page 7
staldraö við á kennarastofu Rœtt við Snorra Þorsteinsson, yfirkennara Spyrjandi: Vigdís Pólsdóttir Ljósmyndari: Gunnlaugur Sigmarsson Dag einn að aflokinni vinnu, eftir að hafa tryggt mér Landrover og bílstjóra, vopnað mig segul- fcandi og penna, hélt ég upp að Bifröst, og var til- gangurinn með ferð minni að eiga viðtal við Snorra Þorsteinsson, yfirkennara. Á leiðinni, í gegn um svað það er kallast þjóðvegur og tengir norður og vesturhluta dreifbýlisins við höfuðborg- ina, velti ég fyrir mér, um hvað ég ætti nú að ræða en komst ekki að neinni niðurstöðu svo ég ákvað að láta það ráðast, og finnist sumum þetta viðtal hálf höfrungahlaupslegt og viða stokkið, þá verður það að skrifast á minn reikning en ekki yfirkennarans. Þegar upp að Bifröst kom tók háttvirtur Hrafn Magnússon, kennari, á móti mér við yztu dyr og dreif mig niður í kennarastofu, hvar Snorri tók mér með mestu virktum. Eftir töluvert brask með segulband og slíkt, tókum við tal saman, og fer hér á eftir sumt af því sem okkur fór á milli, en of langt yrði að birta allt sem fram kom. Ég byrjaði auðvitað á þeirri klassísku spurningu: — Hvar fæddur og hvenær? — Ég er fæddur 31. júlí 1930 að Hvassafelli hér í Norðurárdal. — Námsferill? — Ég var í bamaskóla eins og lög gera ráð fyrir. Þegar ég var 17 ára, fór ég austur að Laug- arvatni og var þar í 1. bekk héraðsskólans. Árið eftir fór ég í þriðja bekk og tók þar landspróf 1949 um vorið. Haustið eftir byrjaði ég svo að kenna börnum hér upp í Norðurárdal og Þverár- hlíð í farskóla, og var þá á ýmsum bæjum. Þann vetur las ég 3. bekk menntaskóla utanskóla, fór í fjórða bekk næsta vetur og las síðan utanskóla til stúdentsprófs og tók það 1952. Næstu ár liðu við nám og kennslu. Las ég þá íslenzk fræði og stundaði nám í B. A. deild Háskólans. — Hvenær gerist þú kennari hér að Bifröst? — Fyrsta veturinn sem Samvinnuskólinn er að Bifröst er ég ráðinn stundakennari, og um vorið var gengið út frá því, að ég yrði hér fastráðinn og hef ég síðan verið einn af þessu fasta inventari hér. Þetta var víst reynslutími fyrst til að byrja með geri ég ráð fyrir. (brosir). Það sumar sótti ég svo kennaranámskeið í London. — Finnst þér nemendurnir breytast mikið? — Ojá, þetta er náttúrlega gagnólíkt fólk sem núna er frá því sem var hér fyrst. Þegar ég byrjaði hérna, þá var þetta fólk tiltölulega lítið yngra en ég. Ég var tuttugu og fimm ára gamall þegar ég byrjaði að kenna hér, og það var einn nemandi sem var einum og hálfum mánuði eldri en ég og

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.