Hermes - 01.05.1969, Page 9

Hermes - 01.05.1969, Page 9
Það er þjóðfélagsleg nauðsyn, að skóli Maður hefur alltaf komizt í mjög gott og Hér fó allir að njóta sín, ekki satt? sem Samvinnuskólinn verði til. persónulegt samband við nemendurna. um, en að mér finnist á nokkum hátt verra að umgangast það, alls ekki. — Finnst þér Nemendasambandið ná þeim til- gangi sínum að vera tengiliður milli yngri og eldri útskrifaðra nemenda? — Ég verð nú að segja það alveg eins og er, að ég hef orðið fyrir dálitlum vonbrigðum með þetta Nemendasamband. Þannig lagað séð, að það er auðvitað ágætt og góðra gjalda vert að halda uppi þessu sambandi, en mér finnst það einhvern veg- inn þannig, að það sé ekki eins og það ætti að vera en þetta er ósköp eðlilegt að yngra fólkið haldi meira saman, eftir því sem fólk eldist meira breyt- ast áhugamál þess. En ég er ekki frá því að bilið sé ennþá lengra á milli fólks úr fyrstu árgöngum skólans að Bifröst en á eldri nemendum og ung- lingimum, vegna þess að eldra fólkið er aftur far- ið að komast í snertingu við hið yngra í gegn um sín eigin börn. Veit ekki, nema það væri reynandi fyrir Nemendasambandið að reyna að ná til þess- ara eldri nemenda, en þá kemur, að skemmtana- líf þessa fólks er ákaflega ólíkt. .En því miður, þá hef ég nú enga ,,patent“ lausn í félagsmálum, hvorki þessa félagsskapar né annarra. Kannski að félagslíf almennt batni þegar að kapphlaupið um lífsgæðin fer að minnka? — Já þetta er nú auðvitað alveg voðalegt, þetta kapphlaup um lífsgæðin, að hugsa sér þau ó- sköp, að maður er alla tíð að basla við að koma sér upp einhverjum lífsgæðum.. Ég get tekið dæmi af sjálfum mér, maður er að kaupa sér bækur í metravís af því að ég er nú haldinn þessari bókka- ástríðu, en ég er svo önnuni kafinn sem sagt að vinna til að draga fram lífið, að ég hef engan tíma til að lesa mínar bækur. Ég hef oft verið að hugsa um það, að þó að verið sé að tala um þessa frið- sæld og einangrun hér upp í sveit, hvað það væri yndislegt að vera einn vetur uppi á Hveravöllum eða vitavörður norður á Horni, og það þrátt fyrir að maður sé alls ekki í hringiðunni. — Heldur þú að einhverjar breytingar verði á Bifröst í framtíðinni? — Hvaða skóli sem er verður alltaf að taka vissum breytingum, og spurningunni hvað gerist í

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.