Hermes - 01.05.1969, Síða 11

Hermes - 01.05.1969, Síða 11
Lundúna- bréf frá Sigurði Kristjánssyni Það er venjan þegar gömul skólasystkini úr Sam- vinnuskólanum koma saman, að þá er gjarnan rætt um gamla, góða skólann og rifjaðir upp ýmsir atburðir þaðan. Þá miðlar einn öðrum af sínum fróðleik um náungann, hvar þessi eða hinn er nið- urkominn á landinu, við hvað er starfað o. s. frv. Eins og gengur verður stundum að líta út fyrir landsteinana til þess að finna suma, því hinn stóri heimur hefur löngum heillað og verið vettvangur náms og starfs Islendinga um lengri eða skemmri tíma. Þegar greinarhöfundur fékk tilmæli um að skrifa smá pistil frá London, þá kom ýmislegt til greina. Hér eru nokkrir gamlir Samvinnuskóla- menn eins og Gunnlaugur Sigvaldason, sem vinn- ur á skrifstofu SlS, Vignir Gísli Jónsson heimilis- faðir og rækjusali, Björn Ágústsson sem er að læra ensku við Pitmans skóla og e. t. v. fleiri. Með allri virðingu fyrir þessum ágætu mönnum tók ég á mig rögg og hringdi í Þórunni Matthíasdóttur — hana Tótu Matt, og spurði hana, hvort ég mætti ekki koma í heimsókn. Þegar ég hafði fullvissað hana um kosti mína sem blaðamaður, sem komu skýrt fram í Þefaranum á sinni tíð — var ekkert því til fyrirstöðu að koma. Þórunn er búin að vera í London í 17 mánuði, vann fyrst á ferðaskrifstofunni FINLANDIA og síðan í First National City Bank of New York. — Hún er reyndar komin með gullhring á fingur sem merkir trúlofun með einum ágætum manni úr ríki drottningar. Sá heitir Douglas Law og vinnur á ferðaskrifstofu í borginni. Það má gjarn- an taka fram, að hann nýtur óskoraðra vinsælda meðal Islendinga í London fyrir félagsanda og prúðmannlega framkomu, þannig að hvergi er rúm fyrir neina afbrýðissemi út af þeirri staðreynd að hann „náði í hana Tótu“. Ekki að orðlengja það frekar, ég heimsótti þau hjónaefnin um páskana í einhverju því bezta veðri sem London hafði boðið upp á í fjölda mánaða. — Ekki var mjög langt að fara, svo notaðir voru ,,postularnir“ í þetta skipti og von bráðar var ég staddur upp í Highgate, sem er vinalegur borgar- hluti í norður London með dálitlu útsýni yfir Þórunn MaUhíasdóttir og tilvonandi eiginmaður hennar, Douglas Law fyrir utan heimili þeirra í Highgate í London.

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.