Hermes - 01.05.1969, Síða 13

Hermes - 01.05.1969, Síða 13
Frá borginni við sundið Kaupmannahöfn, sautjón dögum eftir Kyndilmessu á því herrans óri 1969 e. k. Eftir móttöku álnarlangs betlibréfs frá ritstjóra þínum, höfum við ákveðið að gera grein nokkra fyrir veru okkar hér í Höfn. Aðdragandi hennar er sá, að fyrir nokkrum ár- um fékk okkar ágæti skólastjóri, Guðmundur Sveinsson, því framgengt í samráði við ráðamenn Verzlunarháskólans í Kaupmannahöfn, að tveir nemendur ættu kost á að hefja frekara nám við skólann ár hvert. Fyrstu nemendurnir, þeir Hreiðar Karlsson (útskr. 1965) og Þorsteinn Þorsteinsson (útskr. 1966) héldu utan síðla sumars 1967 og hófu nám þann 1. september. Því miður varð Hreiðar að hætta námi vegna veikinda en Þorsteinn (Steini) tórði veturinn og lauk (fyrri-hluta-prófi) for- prófi um vorið. Haustið 1968 fékk Steini félagsskap þeirra Guð- mundar Jóelssonar (útskr. 1967) og Sigurðar Gils Björgvinssonar (útskrifaður 1963), og hófu þeir nám af krafti. Vegna gengisfellingar og skorts á gömlu dönsunum (Þórscafé) sá Guðmundur sér ekki fært að koma aftur eftir jólafrí, og harma karlar og konur sér í lagi, fráfall Guðmundar, slíks afbragðs bridgespilara, frábærrar fótbolta- hetju og dýrðlegs dansmanns. Hefur hann síðan verið nefndur Guðmimdur ,,heitinn“ manna á meðal hér í Höfn. Við létum vandræði útflutnings- atvinnuveganna og viðbrögð viðreisnar cem vind um veski þjóta og stundum námið enn. Verzlunarháskólinn er mjög stór skóli, með um 4,800 nemendur, og um 390 kennara. Skólinn skiptist í tvær aðaldeildir, máladeild og hagfræði- deild. Af máladeildinni höfum við lítið að segja, þar sem hún er annars staðar í borginni. Þetta þykir okkur mjög leitt, þar sem þar ku vera gnótt fagurra kvenna, en karlmenn fáir. Hagfræðideild skiptist í tvær höfuðgreinar H. D. og H. A. H. D. námið beinist að því að gera menn að sérfræðing- um á takmörkuðu sviði og er eingöngu stundað af Hinn nýi menntabrunnur Bifrestinga — Verzlunarháskólinn í Kaupmannahöfn.

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.