Hermes - 01.05.1969, Qupperneq 14

Hermes - 01.05.1969, Qupperneq 14
mönnum í fastri vinnu. Þar af leiðandi fer kennsl- an. eingöngu fram á kvöldin. Má þar t. d. nefna greinar eins og Söluhagfræði (Afsætningsökon- omi), Skipulagningu fyrirtækja (Organisation), Bankamál (Bankvæsen) og utanríkisviðskipti (Udenrigshandel). Þá komum við að okkar eigin námi, H. A. nám- inu (H. A. er skammstöfun fyrir Handelsvinden- skapelig afgangseksamen og starfstitill er cvilö- konom). Námið tekur þrjú ár (lámark) og veitir alhliða menntun í stjórnun fyrirtækja og sölu- tækni. Hliðstætt nám er viðskiptafræðin við Háskóla Islands, þó lærum við meira í sumum fögum og þeir aftur meira í öðrum. Nokkra kosti hefur þó H. A. námið fram yfir viðskiptafræðina. Má þar nefna, að völ er á sérhæfðum kennurum í hverri grein, en þessu virðist ekki að heilsa við viðskipta- fræðina. Þess má einnig geta, að okkar framhalds- nám tekur 5—6 ár (SVS og H.H.) en viðskipta- fræðingur er 8—9 ár að ljúka sínu námi. Að prófi loknu er möguleiki á frekara framhaldsnámi við skólann, svokallað cand, menrc, studium og tekur það 3 misseri. Ritstjóri þinn bað okkur einnig að segja þér eitthvað frá Borginni við sundið, sem páfinn kallar mesíu klámmyndaborg veraldar. En þar sem rit- skoðun er ströng á Islandi, munum við sleppa þessu skemmtilega umræðuefni að sinni. En ef einhver (einhverjar) vildu fræðast frekara um þetta mál, erum við til umræðu um málið á þrengri grundvelli. Þar sem próf og ,,seminar“ gera áhlaup á okk- ur úr öllum áttum og tíminn orðinn naumur til að vopnbúast, þá verður bréfið ekki lengra, en við óskum þér kæri Hermes, gæfu og gengis í fram- tíðinni. Siggi og Steini. BRÉFKORN AÐ NORÐAN Þegar ritstjórn Hermesar fór fram á það við Bif- restinga á Húsavík, að þeir létu til sín heyra, hlaut þingeyskt eðli þeirra að koma í ljós. Þeir gátu ekki látið segja sér slíkt oft, án þess að bregðast við á einhvern hátt. Erfiðara reyndist þó að safna liðinu í einn stað, sökum annríkis, áhugaleysis og fjarlægða í tíma og rúmi, enda ekki óeðlilegt, að gamlir Samvinnu- skólamenn hafi ýmsum störfum að gegna. Þórhallur Björnsson var ekki fyrr seztur um kyrrt, en hann var kjörinn foringi hornaflokksins hér á staðnum, og innan skamms hljóp árshátíð þeirra af stokkum, — hátíð, sem beðið var eftir í sex ár. Þess má geta, að hljóðfæri Þórhalls er bá- súna, sömu tegundar og Björn R. notar. Haukur Logason fyllir einnig þennan lúðra- flokk og þenur ,,Allt-horn“ svo að jörð titrar og ísbirnir utan við Grímsey leggja til hafs. Kemur það víst fáum á óvart, að Þingeyingar blási fast- ara en aðrir.

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.