Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 29

Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 29
Hér óx hvítt blóm við veginn einn dag enn bjartan dag — og nú er það horfið Jórnsleginn hœll þinn blóðidrifin hönd þín augu þín sem hata hvít blóm Glottandi treður þú ó hvítum krónublöðum í brúnu flagi en augu þín sjó ekki blómin sem vaxa í hjörtum okkar Þess vegna munt þú deyja Hvít blóm munu vaxa allt í kringum |oig uns þú kafnar einn — aleinn og blóðugur Jónas Friðrik Kröffur tímans (Tilbrigði um gamalf stef) Afi minn fór oft ó Rauð upp í Kot og niðrí Hreppa. Sótti þangað sykur og brauð svartur karl ó rauðum jeppa. Fréttnœmt varð í ferðum þeim, fóru marga vegaleysu, enda komu oftast heim annar vindlaus, hinn með kveisu. Nú er úti cevintýri (amma brauðið syrgir klökk) óku fullir út í mýri, afi flaut, en Rauður sökk. Jónas Friðrik

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.