Hermes - 01.05.1969, Page 34

Hermes - 01.05.1969, Page 34
skýringar (samvizka) Ýmislegt er það í sögu þessari sem ekki liggur ljóst fyrir. Hef ég því afráðið að skýra út ýmis hug tök og atburði sem í henni felast, þeim sem ekki kynnu hafa gripið staðreyndirnar. Margir munu hafa veitt því eftirtekt og það ekki að ófyrirsynju að hér muni á nokkurn hátt greint frá hernámi íslands og aðstöðu okkar íslendinga til eigin sjálf- ræðis. Eru þær ófáar setningar í frásögninni sem bera þessu glöggt vitni og eru tæplega valdar af tilviljun einni saman, eða til stílskreytingar, enda eru þau orðfæri sem skörpust skil má af draga vandlega undirstrikuð með svörtum rúnum, svo að varla er sá bögubósi fyrirfinnanlegur, sem ekki tekst að skynja hvert spjótum er snúið. Sam- band „hommanna" er aðeins rammi utan um verk- ið til að sýna vanmátt ísl. þjóðarinnar, til að tákna hið lága menningarstig: úrkynjun. útskýringar á orðum: „1949“ — hernámið, Nato „ásvallagötunni“ — völlurinn? „0’Brian“ — amerískt nafn „Vesturgötu“ — greinilega í ætt við USA „Ruth Johnson“ — amerískt nafn „herbergi" — gnmsamlega tengt hemum „Herdís“ — dulnefni á hernum „Keflavik“ — aðsetur hersins efiir þessar útlistanir ætti flestum að vera ljóst cfni sögunnar og gildi þeirra hættu er að oss steðj- ar. minnugir þess og vitandi það að við getum andmælt, tökum við undir með skáldinu sem kærast hefur sungið lofsöng fósturjörðinni en fjærst henni hefur búið, og styrkast hefur slegið gígjustrengi ættjarðarinnar, Richard Beck. „Vestanblær mér vængi ljær, vegur greiður loftin há. Ástarkær við augum hlær, ættlands heiða tigna brá“. XV. kafli, sökulok beide scheinen kein reines Gewissen zu haben, denn ihre Blicke trennen sich wieder. Peter kehrt wieder um und biegt in einen Nebengang ein .... Kein Zweifel, dieser Mann ist Peters Mitwisser. um vorið gerðist ég meðlimur Landsamb. Sóknar- presta & Djákna sem var stofnað í reykjavík 5/3. var oft glatt á hjalla á aðalfundunum sem haldnir voru í Breiðfirðingabúð (uppi á lofti) á sunnudaginn var mér boðið í sundlaug vestur- bæjar og síðan hefur ekkert til mín spurzt. er tal- ið að ég hafi drukknað í gjálpandi brimlöðri laug- arinnar en fyrir þá sem vildu kynna sér þessi mál vísast til fyrra bindis Aldarminningar Búnaðar- félags Islands eftir Dr. Þorkel Jóhannesson. FIN gunnarr runólfr.

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.